Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, september 29, 2004

1000'asti gesturinn!!!

Þúsundasti geturinn fær verðlaun... hver verður lukkunar panfíll.


Japans kvöld

Mér gekk vel í prófinu í mogun þrátt fyrir að hafa verið vakandi langt fram á nótt með þjóðverjunum og hafa svo til ekkert lært. Ég hlít bara að vera snilllingur (já með 3 elllum). En í kvöld plataði Anne mig með sér að fara með japönsku bekknum hennar út að borða. Maturinn var heint frábært... þetta var ekki svona típíst japanst heldur meira svona austurlenst alment. En ég hef aldei verið með jafn miklu af skrítnufólki á einum stað. Vó þessi ameríkanar sem voru þarna sjást sko ekki á kapus, nema í hópum.

Hér sést hluti af hópnum, kennarinn er á endanum (lítur út eins og japani, er allveg frábær) og hitt eru nemendurnir. Anne er næst í rauðri peysu að reyna að borða ís með prjónum.
.
Svo voru allskonar leikir og viti menn ég VANN :-) verðlaunin voru eitthvað óætt góðgæti ættað frá Japan. Allt með söli utaná, ulla bjakk.
Hér er bingó spjaldið mitt. Þetta eru japanskar tölur, skrifaði Anne nöfnin á þeim í hornin svo ég gæti verið með. Voru sojabaunir notaðar sem merki. Þetta tók óratíma þar sem nemendurnir kunni greinilega ekki að telja upp á tíu, híhíhí.
Erfiður dagur á mogrun og ætla ég því að fara að skríða upp í. Góða nótt.

þriðjudagur, september 28, 2004

ETSU Volunteers

Jæja þá er fyrsta skrifstofu deigi mínum lokið. Ég var alvega að farast út áhyggjum... hélt að ég ætti að svara í síman og taka skilaboð og þess háttar. En viti menn ég var bara að vinna að verkefni mínu með Raj (lesið: Goge) en við eru yfir Angel Tree nefndinni. Þvílíkt gaman og ég fæ að ráða ÖLLU.
En núna verð ég að fara að læra... það er nefninlega próf á morgun og við erum að hittast í kvöld alþjóðanemarnir. Má hreynlega ekkert vera að því að læra í þessum skóla.
Hafið það gott...

mánudagur, september 27, 2004

Shoping on Sunday

Þetta var alsherjar verslunar dagur við fórum þrjár saman... ég, Fumi og Mami. Var farið í Ross, BestByu, OldNave, Kroger og svo heim. Fór ég á "English table" og vorum við tvær í þetta sinn. Hitti ég Mami í kvöldmat og hélt svo heima á leið. Vantaði mér nokkrar nauðsynjar eftir allan verlunar daginn og hringdi í Anne og spurði hvort hún vildi fara með. Ekkert mál ... við lyktuðum af ÖLLUM handsápunum og öllum ylmkertunum, komumst við að þeirri niðurstöðu að lyktar skynið er ekki sem best hjá hinum almenna USA búa.... þ.e. ef þeir koma flestar af þessum lyktum. Komum við heim um kl. 10:30 og horfi ég á eina DVD mynd sem ég var að kaupa .... sem er hreytn út sagt ÖMULEG en ég horfði samt á hana.
PS. vill ég biðja þá sem hafa skoðun á myndarvali mínu að sleppa að setja það í "comments" :-S

Laugardagur til mæðu...

Vakanði ég við vekjara klukkuna og var klukkan að verða 10... þaut ég frammúr (kannski ekki rétta lýsingar orðið yfir mig og að fara á fætur). Henti ég öllu sem að ég hélt að ég þyfti ofaní töskuna og ætti niður í CPA. Inn í búnings herbergið og beinnt út í sundlaug. Josefína var ekki mætt... þannig að ég stakk mér tígurlega ofaní laugina og syndi 4 ferðir ~100m. Þá mætti Jósefína og byrjaði sundkennsla aldarinnar. Ég held að hún verði búin að læta að synda áður en ég veit af... ég reyndar ekki hugmynd um hvað ég er að gera... en það er önnur saga. Eftir 2 tíma í lauginni tilkynnti ég að ég hreynlega yrði að fara... þar sem ég átti að hitta Mami og Vicky í kaffiteríuni. Með blaut hár og rjóð í framan æddi ég inn í kaffiteríuna fann stelpurnar át matinn minn og dreif mig heim til að skipta um föt þar sem ég var enþá í "náttfötunum" ... já ég hafði víst gleymt að pakka fötum í öllu flýtinu um morgunnin.
Rétt náði ég niður eftir til að fara í "patrýið" sem ég vissi ekki að var ekki ætlað mér... en engu að síður þá er nú alltaf páss fyrir skemmtilegt fólk eins og mig... var það líka úr að ég á að gera eitthvað fyrir hópinn þegar þau faraí ferð um Appalachian trail. Kendu Mami og Fumi öllum að gera papírs fugla .... svone eins og er alltaf í Japan. Þvílík og önnur eins vinna við að fá út einn lítin fugl... ég hélt ég myndi aldei hætta að brjóta saman þetta litla blað sem ég var með. En á endanum stóð ég uppi með fullkomin lítin fugl (úr papír).


Var ég orðin mjög óþeygju full að komast til baka þar sem ég átti að vera að horfa á gamalt fólk synda í Freedoms Hall kl. 5. Kunni ég ekki við að segja öllum að drífa sig þar sem ég alli í fyrstalagi ekki að vera þarna. En okkur var skuttlað og góðum tíma á campusinn og ég brunaði í Free. Hall þegar ég var loksins búin að finna staðinn sem var nú ekkert smá smíði þegar þannað var komið sá ég engan... ekki eina hræðu. Ég keyrði um allt og var orðin mjög stressuð þar sem ég hafði gleymt öllum símanúmmerum heima og klukkan allvega að verða 5. Þá sé ég að mér er veit eftir för af rauðum sport bíl,,, ég sem var að keyra þvert yfir öll bílastæðinnn í kringum Free. Hall þar var Anne mætt með einhverjari USa pæju og tillkyntu mér það að engi hefði komið og því hefði verið aflýst "Thrilathoninu" sem átti að vera... ég var allveg rosalega móðguð og fór bara að versla (bara pínu OK).

Um kvöldið hirngdi ég í Fumi sem var allveg að degja úr stressi og var hún eitthvað semeik að fara í "Lait night study" þannig að ég fór og náði í hana, hjálpaði henni með verkefnið og leifið henni að vera á netinu hjá mér og klára verkefnið. Það er langt síðan ég hef lært fram á nótt á laugardeigi... þar sem það eru ekki próf á sunnudögum :-p

Ég var meira að segja myndarleg og bakaði RISA-smákökur (sjá græna diskin á myndinni). Aldrei þessu vant þá fór herbergisfélagi minn og Co ekki að sofa fyrr en kl. 11, var ég m.þ.b. að fara að sussa á þau að þau myndu ekki geta vaknað um morgunnin en þau færu ekki að sofa. En á föstudags kvöldið fóru þau að sofa kl. 8:30 um leið og ég kom heim. Ég vona að þau séu ekki að froðast mig.... ég held að það geti nú ekki veirð.

En í enda dagsins fanst mér ég ekki hafa gert neitt af viti....

Viðburðaríkur föstudagur!

Byrjaði ég daginn snemma og ætlaði að kenna Jósefínu að synd (já, svona rétt fyrir hágdeigi) hún sá sér ÞVÍ MIÐUR ekki fært að mæta. Þannig að ég synti nokkrar ferðir sjálf og sýndi mig og sá aðra í leikfimmis höllinni (CPA). Var nemendaráðgjöf (Dissability servis) búin að útbúa kenslu pakka handa mér.. .. og dreif ég mig þangað. Hitti Fumi í kaffiteríuni (ég var að sjálfsögðu allt of seinn (en japönsku vinkonur mínar eru víst orðnar vanar því). Rétt náði ég að fara heim og skita um stuttermabol (en gleymdi að skipta um skó) áður en ég fór aftur í CPA... en í þetta sinn bak við húsið í "chalens court" (eða eitthvað í þá áttina) var ég með fólki út ETSU Volunteers. Þar kom ýmislegt í ljós eins og verjir eru algjörlega óþolandi og hverir ekki.
Voru margar þrautir leystar til að efla liðsandan... eins og sést á myndumum.


Hér áttum við að raða okkur eftir stafrófs röð án þess að tala og án þess að koma við jörðu (NB! bannað að stíga á undirstöðurnar líka). Ég var að sjálfsögðu á vitlausum enda og þurfti því að klofa yfir 7 manns. Svaka fjör...

Hér erum við að fara Mohagi-walk. En við erum bara með þunnan vír (þótt þetta virðist vera spíta frá þessu sjónarhorni) og bilið á milli stautnanna verður alltaf meira og meira. þanngi að það veður að hjálpast að til að komast yfir. Eftir að ég var búin að faðma alla þessa staura hundrað sinnum að mér fanns vara ég orðin öll blá og marin á höndunum... ekki gott.

Þegar við vour búin að allri þessari vitleysu var farið í eitthvað hús spilað og borðaða. Þá var allskona leikir svo að við mundum kynnast betur en það var nú bara til þess að ég og Anne (frá þýskalandi) vorum allveg að fá gubbuna að þessu fólki... (það er aðalega 3 manneskur sem fara ó taugarnar á okkur). Anne bjó til skothelt plan svo við gætum læðst í burtu fyrir kl. 22:00 vorum við komnar heim um 8:30 dryfum okkur í stuttu og í tjútt gallan. Forum og náðum í Kay (líka frá Þýskalandi) og fórum yfir til Sheminall Rideg þar sem tvær þýskar stelpur búa (Stefhaní og Tabía) ...

Hér eru Kay og Tabía í stofuni í góðum gír... ég var sem sagt ein með 4 þjóðverjum. Þau eru öll alveg frábær og töluðu saman á ensku, þar sem ég var nálæt.

Við þrættum pöbbana... eða svo að segja. Enduðum við á "2th leavel" (önnur hæð) og var dannsað fram á nótt.

Þegar búið var að loka staðnum var farið á Waffelhouse og fengið sér wöflur með rjóma og jarðaberjum. Þau voru með leik á leiðinni sem heitir að "hljaupa rauða ljósið". En hann fer þannig fram að ef rauðaljósið kemur á þegar komið er að gattnamótum ætða allir útúr bílnum og hlaupa í kringum hann á meðan ljósið er. Bíllin fyrir aftan okkur fannst þetta allveg frábær hugmynd og á næstu ljósum æddu tveir vaskir menn út úr bílnum og viti menn þeir skullu saman og skjögruðu aftur inn í bílinn. Kay stökk þá til og hljóp tvo hringi í kringum okkar bíl... var mikið klappað í hinum bílunum. Það er sem sagt komin hluti af þýskri menningu til USA.

Kom ég heim um hálf sex leitið.... (ég er en þá þreytt þótt það sé komin mánudagur)

Á ekkert að bloga ... eða hvað?

Ég er orðin dauðhrædd við hótunar pósta sem ég hef fengið að undan förnu og þori því ekki annað en að skrifa eitthvað til að halda öllum góðu. Dagarnir hafa verið fulllir af skemmtilegum uppákomum og partýum og veislum..... og ég veit ekki hvað.
Það sem svo markt er búið að vera að malla síðan ég skrifaði síðast áhvað ég að gera þetta "SkipulegA".... þið vitið hvað ég vill hafa allt í röð og reglu í kringum mig (nema í herberginu mínu)....

föstudagur, september 24, 2004

Losksins föstudagur...

Í gær var fimmtudagur... dagurinn sem ég kvíði fyrir alla vikuna. Dr. Maier var með próf og þar sem ég er með LD þá mátti ég mæta kl. 9:45 (í stað 11:15) eins og hinir. Ekkert smá notalegt... ég var með mína sóróru Ensk-íslensku orðabók... en viti menn ég gleymdi að taka íslensk-enska með mér til ameríku....! ég held ég sé eitthvað alvarlega föttluð. Þannig að ég sat í prófinu og giskaði á hvernig orðin voru skrifuð og leitaði svo í orða bókinni... ég sem sagt fléttaði upp á 4 orðum í öllu prófinu. Klárið ég prófi um 12 leitið og hafði þá tíma til að fara í kaffiteríuna sem ég hef annars ekki. Hitti ég Mami og dróg hana með mér í mat. Var ég allt of sein í næsta tíma en ég var að minnsta kosti ekki svöng. Það voru bara 3 mættir í Solid Waste Management. Hann (trúðurinn) kenndi okkur samt og reyti af sér brandarana að venju. Strax eftir tíma "þaut" ég út á bókasafn og var algjörlega undirbúin undir viðmót "þjóðarbókhlöðunar" til stúdenta, en viti menn þau bókstaflega leituðu að öllu fyrir mig og réttu mér svo greinarnar. Það eina sem vantaði vað að þau mindu gera verkefnið fyrir mig. Vá þvílík þjónusta... ég ætla sko aftur þangað. Ég átti að skrifa um 2 greinar fyrir Dr. Silver ásmat efnafræði dæmum... hann er allgjörlega að ganga frá mér.. og það á hverjum fimmtudeigi. En hann er allveg rosalega fín kall og kennir mér Hazardous Waste Management. En eins og áður segir náði ég ekki að klára verkefnið fyrir næsta tíma og þá var ég aftur hjá Dr. Maier sem ætlaði að kenna okkur Toxocolgy á 3 tímum... honum tókst það eftlaust ... þ.e. þeir sem skildu öll orðin sem hann bunaði út úr sér. Heyti hann okkur seint út tíma og hljóp ég niður (allt er í sömu bygginunni þ.e. Lamb Hall) og henti 10kg töskunni á gólfið á skrifstofu Silvers og sagði að ég yrði sein þar sem ég ætti eftir að prenta út verkefnið (hvít ligi) hann sagði að ég gæti notað labbið til að prennta út... ég kláraði verkefnið á met tíma... og prenntaði það svo fjórum sinnum út í Culp center... fattaði svo loks að skipta um prentar. Við voru öll mætt í tíman (þ.e. öll 4) og átti Abushir afmæli.... Til lukku með það. Hvernig sem stóð á því þá var ég og "hin stelpan" með sömu tvær greinar.... þetta var hreinlega ótrúlegt. En ég fékk verkefni nr. 2 til baka frá Dr. Silver og viti menn ég fékk 8,5 ég er allveg í skíunum... en ég veit að efnafræði dæmin sem ég skilaði verð ekki svona góð. Mun ég heldur ekki segja ykkur ef mér finnst einanirnar míar ekki allveg FRÁBÆRAR - ég er svo frábær. En kl 22:00 var ég allgjörlega búin og ekki til í neitt nema fá mér að borða og fara að sofa sem ég og gerði.
En þennan fína grassnág hitti ég þegar ég fór út um morguninn. En gatan sem ég bý í er allgjörlega króuð af af skógi... svo þetta er gósenland fyrir snáka að komast á gras blettin hjá mér (sem er reyndar bara mold og einhverjir streinginr). En að var einhver búin að keyra yfir greiið. Ég sár vorkendi honum....

En þetta verður ekki auðveldur föstudagur... en ég áhvað að taka daginn snemma (kl.10) og skrifa smá bl0g og koma mér svo af stað. En ég er að fara niður í CPA að kenna Josefinu að synda... veit hreinlega ekki hvernig var hægt að plata mig í þetta. En engu að síður þá sagðist ég geta verið þarna til að bjarga henni ef hún væri allveg að drukkna. Þetta verður eitthvað skrautlegt. kl. 13:00 ætlum við nokkur að hittast í kaffiteríunni og fá okkur að borða og rabba um daginn og veigin. kl. 15 til 22 (10pm) þá er ég á fundi með ETSU Volunteers, það verður víst eitthvað fjör. Morgundagurinn er einnig full bókaður... ég skil bara ekkert hvernig ég fer að þessu. Sarah og Art voru líka búin að biðja mig um að koma, en ég kemst ekki sökum ANNNa. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega!

þriðjudagur, september 21, 2004

Allt brjálað að gera....

Já, nú verð ég að fara að bretta upp ermar... þetta hreinlega gengur ekki lengur. Gamla góða mennaskóla aðferðinn, að gera verkefnin daginn áður en ég þarf að skila er EKKi að skila sér. Ég þarf að skila 2 verkefnum á fimtudaginn og var að byrja og ekki nóg með það heldur fer ég í fyrsta prófði mitt á fimmtudaginn. Ó-mæ-gúnnes ó-mæ-gúnnes... Stressið að hellast yfir mig. En þar sem ég er svona rosalega upptekin í skólanum var ég að enda við að samþykkja að vera meðlimur í VOLUNTERIN við ETSU og viti menn ég er strax kominn í stjórn nokkura nefnda. Hvernig fer ég eiginlega að þessu :-o
Mér líst best á "Angels" nefndina sem ég er í, en hún virkar þannig að sett er upp jólatré rétt fyrir jólinn og á það eru heingdir englar með nöfnum c.a. 150 barna, fólk má velja sér engil af trénu og þar þarf að kaupa jólaföt á barnið og eina jólagjöf. Þetta er fyrir börn frá efna litlum fjölskyldum. Er þetta ekki ótrúlega sætt, ég hreinlega get ekki beðið eftir að rífa alla englana af trénu. En það er mikil undir búningur undir allt svona og verð ég og þeir sem eru með mér í nefndini að #bretta# upp ermar ef okkur á að takast þetta.

Annars er all gott að frétta nema að ég kemst ekki inn á HOTMAIL-ið mitt. Svo ekki senda mér póst þangað. Mig vantar allar adressurnar sem eru þar og finnst mér ég vera algjörlega hjálparvanna án þess. Ég bara veit ekki hvernig ég get opnað póstinn,,,, hann bara opnast EKKI.
Jæja ég ætla að halda áfram að ráða framm úr efnaformúlum úrgangs... (ekki eins spennandi og þetta hljómar)
Kveðja Kristin

laugardagur, september 18, 2004

Laugardagur...

Jæja, þá er það afstaðið. Ég hélt þennan fína fyrirlestur í gær um ísland. Voru allir mjög henikslarðir á lítilli kirkjusókn. Það er nú meria hvað þeim þykir gaman að fara í kyrkju hér í ameríku. En annars held ég að ég hafi fengið alla til að lagna til Íslands í heimsókn að minnsta kosti. Var mjög gott að geta frætt alla í einu um að við gætu farið "út" (það er útfyrir glerkúluna sem er yfir mesta hluta landsins og er hituð upp af Geothermal-hita. Skrítið... hvað heimurinn er undarlegur. Þessi sem var með þessa skírinu á vanda okkar vissi allt um hydro-power of geothermal hita og að við værum há tækni samfélag, hann var bara allveg samfærður að engin gæti lifað ÚTI á íslandi.
Á eftir var farið í ping-pong, biljard og skák (já ég veit, á föstudeigi, en hvað um það) ég komst að því að ég er bara annsi sleip í ping-pong. það er bara ein vandi sem ég verð að laga en það er að ég fer alltaf í kúluna líka þegar hún leindir augljóslega fyrir utan... Elduðu strákarnir matin að þessu sinni annar var frá Indlandi (Paul) og hin frá Kamerún (....) ótrúlega góður matur. Eldsterkur og fín og jógúrt ávestir í eftirmat.

í dag ætla ég bara að taka öllu rólega og gera helst ekki neitt... en það verður ekki auðvelt...
Meira seinna... Kristin

fimmtudagur, september 16, 2004

Fyrsta verkefnið komið í hús...

Jæja þá er komið að því... ég fékk fyrsta verkefnið mitt til baka við ETSU. Það stóð sérstaklega að ég hefði ekki verið dreigin niður fyrir stafsetningarwillur... en ég fékk 7.5 VÁ hvað ég er ánægð með mig núna.... :-) ég var búin að undirbúa mig undir stórt F í rauðum hring. En í staðin fékk ég 7,5 með bláum stöfum í hornið. Ætli ég hafi ekki horft á of margar ameríkar bíó myndir þar sem nemendur voru feldir ef kennarin líkaði ekki við þá.
Annað merkilegt sem er að gerast er að það er flugrit um alla veggi skólans með nafninu mínu á... já ótrúlegt en satt þá er ég orðin fræg (það þarf nú ekki mikið til að meika það í Ammeríku). En hér er hægt að skoða eintak af flugritinu: Kristin hin fræga.
Jæja ég læt þetta gott heita í bili og segir ykkur betur fréttirnar á morgun.
góða nótt.

miðvikudagur, september 15, 2004

Cultural Expo

Í gær hvöldi var alsherjar manningar veisla í Culp Center (stúdenta húsinu). Þar kynntu flest félög skólans starfsmeni sína, Blue gras- band spilaði, Gospelkór söng, Kokkurinn söng, Indvers stúlka í fullum skrúða dansaði indverskan þjóðdans, mállaus maður söng (sýndi) lagið "Dust in the wind" og markt fleira. Þá var hægt að æfa sig að gera Japönsk bréflistaverk eða láta skrifa nafnið sitt á japönsku. Þá var hægt að fá "hena" á hendurnar eða bara hvar sem var. Kokkurinn var búin að búa til glæsilegt hlaðborð... þar er eins og að engin mæti nema það sé fullt af mat á staðnum (það er alltaf tekið fram að þar verur MATUR-ætli það sé svo maður borði ekki áður en þaður mætir???).


Hér er Abhijeet að setja Hena á hendina á mér, ég er þessi hvítari á mydnini (bara ef þið hélduð að ég hefði náð svona mikilum lit hérna í suðrinu).


Svona leit subbið út þegar búið var að setja það á (bleikari hendin er mín, hún var u.þ.b. búin að detta af mér vegna kulda). Á svona samkomum er maður alltaf að hitta eitthvað nýtt fólk og viti menn ég gat ekki heilsað neinum eftir að þetta gullt var sett á. Þegar hann var búin að setja þetta á sagði hann að best væri að sofa með sokk á hendini og þvo þetta af í fyrra málið... ég átti eftir að keyra heim og það á beinskiptum bíl. Í dag lítur þetta út eins og risastór gulur áttaviti í lófanum á mér ;-) híhí-hí.

Þetta verður víst horfið eftir 2-3 vikur. Þangað til næst, góðast stundir.

þriðjudagur, september 14, 2004

Nýr meðlimur... í íbúð 352.

Má ég kynna: Gulla gullfisk


Nýjasta meðlim þriðju hæðar. Myndin er pínulítil felumynd þar sem Gulli-Gullfiskur er blár og meðlegjandinn minn annsi glisgjörn. Eins og sjá má á myndinni. En hún gaf honum eitthvert nafn í gær, Bill, Bod eða eitthvað í þá veru. Ég náði ekki alvega nafninu (aldei þessu vant) en hún var ekki alveg viss hvað hún vildi kalla hann. Svo ég ætla að bíða þar til hún hefur áhveðið sig og leggja það þá á minnið... ég er svo ótrúlega hagsýn.

Annars er allt gott af mér að frétta, bara allt brjálað að gera í skólanum. Nú eru flestir kennarar byrjaðir að tala um S T Ó R verkefni eða P R Ó F. Smá fiðringur komin í magan á mér með það allt saman... en það er bara að bíta á jaxlinn.

sunnudagur, september 12, 2004

Pic-nic

Laugardagurinn rann upp hrein og fargur. Þar sem ég vaknaði snemma áhvað ég að fara í smá öku ferð um mitt nánasta nágreni. Viti menn ég viltist (þetta kemur ekki oft fyrir). Ég var orðinn allt of seinn, en náði smat á síðasta mini-waninn. Þegar við komum blasti við okkur þetta líka gríðalega veislu borð...

Versluborðin hreinlega svignuðu undan krásingunum. Þvílíkt magn af mat... enda voru 70-80 erlendir nemar mættir á svæðið. Fór svo að maturinn kláraðist ekki, og voru allir sendir heim með matarbox með afgöngum :-)
Nokkrar myndir úr frjörinu:

Ég og Anna frá þýskalandi.

Borðað í bátaskýlinu, þar sem sólinn náði ekki að skýna.

Þetta er Daníel sonur Chang frá Suður-Kóreu. Algjört krútt og allir meiga fíflast með hann.

Rosalega skemmtilegur dagur... enduðum við daginn með að fara á Mac-Donalds og tala um daginn og veigin til kl. 22:30. Þá fór ég heim og horfði á DVD og fór svo að sofa.
Þannig var nú það...

laugardagur, september 11, 2004

Matarboð hjá Debolínu

Þetta er "Debolína" (Debalina) vinkona mín frá Indlandi. Hún og maðurinn hennar (Kanishka) buðu mér og Melissu í mat. Alvöru heimalagaðan indverskan mat... sjá mynd hér að neðan.

Þetta var alveg rosalega gott, nema baunirnar (þetta gulasta á borðinnu). Annars var allt með karríi :-) rosalega sterkur kjúklingur... ótrúlega gott.

Hér erum við öll saman komin södd og glöð. Frá vistir: Melissa, Debalína, Kanishka og svo aðal pæjan.
Á morgun er ég að fara í lautarferð niður við eitthvað vatn. Það kemur betur í ljós á morgun.
Kveð að sinni...

fimmtudagur, september 09, 2004

Kristin 翽

Ég hef víst fengið nýtt heiti ef einhver vill leggja þetta á minnið. En Sigurjónsdóttir breytis sjálfkrafa í

Sem þýðir; gamla fjöður. Þannig að ég verð víst gömul fjöður í hattin en ekki ný skrutfjöður.
Kveðja Kristín gamla fjöður.

En ein fimtudagurinn búin...

Vá mér er strax byrjað að hvíða fyrir næsta fimtudeigi. En það vill svo til að ég er í tímum í alls 9 klukkustundir á fimmtudögum, alls 4 fög.
Byrjaði ég dæginn kl.11 á Human Ecology sem er undergraduait (ein eins og kennarin sagði í fyrsta tíma; þetta verður erfiðastir 1000 kúrs sem þið hafið tekið, viti menn hann hafði rétt fyrir sér.) Þurfti ég að skila verkefni fyrir kl.11 OK og ekkert mál. Strax á eftir mætti ég í uppáhaldstíman minn, þar sem er aldrei nein heima vinna (þ.e.a.s. til þessa) og hann heipir okkur alltaf fyrr úr úr tíma.
Hljóp ég heim í gatinu (upp allar brekkurnar) og viti menn!!! það var gluggi fyrir utan hurðina hjá mér. Ég safnaði í mig kjarki og áhvað að heypa engum inn... svo hringdi dyra bjallan og ég fór ekki til dyra en Jonah fór til dyra. Viti menn þeir voru svo áhveðnir að ég sagði OK og ekkert mál. En þið hafið 2 mínútur þar sem ég var allt of sein með verkefnið fyrir næsta tíma (þvílíkt stress) það tók þá 1 og 1/2 mínútu að skipta um glugga. Svo buðust þeir til að þrífa teppið hjá mér, það var sko 'OK og ekkert mál'... teppið er eins og NÝTT. og ég orðin allt of sein fyrir næsta tíma. Hentist ég niður eftir (á bílnum í þetta sinn, fann að sjálfsögðu ekkert stæði) og náði að prennta út gróft útlit verkefnisins. Viti menn kl. 4:00 stökk ég inn í stofuna rjóð í framan (þ.e.
á réttum tíma). Áttum við að kynna fjandans verkefnið og ég sem geymdi greininni sem ég las í öllum látunum. Ég hikstaði upp úr mér einhverju um arsenic í Banglades og henti mér aftur í sætði og fékk frest þar til á morgun að skila greinnini.... og verkefninu :-) Þetta var sem sagt tími í Environmental Practis I frá kl 4 til 7 pm. Dr Silver tók þá á móti okkur í Hazardous Waste Management frá 7 til 10 pm (gott að þetta er allt í sama húsinu Lamb Hall) vær mætinin heldur slöpp eða 3 af 4 mættir. Mjög áberandi!
Jæja þannig var nú það... jú annars eitt en.
Skondin saga af campusnum: Í dag fékk ein ágætasti nemandi viðáttu brjálæði með hafnarboltakylfu. Sem byrjaði í Culp center og endaði með atriði úr Police í grasinu fyrir framan Lamb Hall. Hann var sem sagt ógn við skólan og þegar búið var að handsama kauða öskraði hann eins hátt og hann gat A L I A N C (það á að standa GEIMVERUR á ensku). Hann kemur víst ekki meira í skólan sá.
Góða nótt

miðvikudagur, september 08, 2004

CONTRACTORS

Heils og sæl elskurnar mínar!
Ég hef ekki verið í skapti til að blogga þar sem gærdagurinn var algjörlega eiðinlagður fyrir mér. En þegar ég var í sturtu um morguninn var dyrabjölluni hringt og voru það iðnaðarmenn á ferð sem vildu skipta um glugga í mínu herbergi. Ég er svo almeninleg að ég sagði að ég væri að fara í skólan, að það væri í lagi ef þeir yrðu snöggir. OK og ekkert mál.
Þegar þeir voru búnir að vera í klukkutíma og ég að verða og sein í skólan (ekki eins og ég vakni mörkum tímum áður en ég fer í skólan). Keeley og Jonah koma heim og ég áhvað að fara áður en að þeir eru búnir. Tek það farm að það var helli rigning úti og þeir að skipta um glugga!!! Bið ég þá um að heinsa gólfið á eftir sig og læsa hurðinni. OK og ekkert mál. Þegar ég kem heim 4 tímum síðar eru hurðin gal opin og teppið á gólfinu mínu allr í glerbrotum og smurolíu blettum. Ég var svo reið að ég nötraði. Hringid í Club-housið og þar var næstum skellt á mig. Keeley sem kom heim áður enn hún fór í vinnuna sagði mér að hringja aftur. Þar var mér tjáð að ég ætti bara að þrífa þetta sjálf. Þá skellti ég á og að sjálfsögðu þreif allt draslið upp, nema olían er enn í teppinu mínu. Og gluggin lítur svona út...

... þar sem annar af nýju gluggunum brotnaði. Sem þýðir að þeir verða að koma aftur. En ekki á meðan ég lifi. (PS. finnst ykkur ekki útsýnið flott?)

Í morgun, ég var komin á fætur þar sem ég fór í tíma kl. 9:15 mætti annar iðnaðar maður sem vildi fá að mála eitthvað. Við Keeley bókstaðlega hentum honum út. Var Keeley búin að fá kast á alla iðnaðarmenn sem hún hafði náð í daginn áður. Þegar ég kem heim úr leikfimmi, mæta 7 fíleldir karlmenn INN í íbúðinna okkar til að gera við hitt og þetta. En þá var ETSU pappírs pésar með í för þannig að þeir fengu að koma inn.

Þegar ég kom heim úr RiverRaftin þá beið þessi skilaboð eftir mér á vegnum.


Þetta er orðrétt hvað James sagði. Svo að ég mun ýta á þennan takka með glöðu geði ef þeir koma aftur. Með leifi frá æðsta strumpi.
Ég er búin að taka gleði mína á ný og byrjuð að kafa mér ofaní heimaverkefnin.
Góðar studir.

sunnudagur, september 05, 2004

Blue Ridge Parkway

Dagurinn var tekin snemma, þ.e. þegar John hringdi kl. 8 (takk fyrir símtalið stóri bróðir), þar sem mikið ferðalag var fyrir höndum. Hringdi ég í Fumi frá Japan sem ætlaði með mér, var hún en sofandi þannig að ég fór niður á bensín stöð og setti loft í dekkin, sem kostar 75 centa og dælan gengur í 3 mínútur. Ég pumpaði í öll dekkin þar sem ég fannst þetta svo dýrt :-) ég er svo hagstæð húsmóðir. Þegar Fumi var tilbúin var brunað af stað að leita af Blue Ridge Pkwy. það er ótrúlegt hvað hægt er að flækkja þetta fyrir manni en áður en varið (eftir að hafa spurt til vegar 4 sinnum, stoppað á einum flóa markaði í orðsins fylstu og snúið 2 sinnum við blasti skiltið fyrir okkur.

Hér er flóamarkaðurinn í Elizabethton, þar sem flærnar fengu að vera í fryði fyrir mér... en ég ekki fyrir þeim. En þarna voru komnir saman allir helstu "rauðhálsar" sýslunar. Það sem vakti mest furðu mína að það var engin amma í ruggustól til sölu. En þar sem þetta var Granny-day þá er líklegt að þeir hafi vilja halda þeim yfir daginn.

Hér er skiltið góða sem við fórum of oftr framhjá. En leiðin var greið eftir að við komumst upp á vegin. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi leið er falleg og friðsæl. Við stopuðum á öllum útsýnis stöðum. Fumi hafði aldei séð neitt þessu líkt. Ég átti reyndar eftir að komast að því að hún var að sjá markt í fyrsta skipti. Eins og fossa. uppsprettur ofl.
Við fórum á seinasafn sem var mjög áhugavert, keypti ég tvo merka steina. En Fúmí alla merkusteinnana sem var hægt að kaupa. (Pabbi hennar safnar víst seinum.) Þaðan lá leiðin til Little Switzerland sem er lítil sætur bær í fjöllunum (WebCam af veitingar staðunum sem ég borðaði á). Öll húsin minna á Sviss, fengum við okkur síðbúin hádeigismat þar. Var þetta alveg frábær staður, en greinilegt að ekki allir Ameríkanarnir voru með Picknic því staðurinn var fullur út úr dyrum og urðum við að bíða eftir borði. En talandi um Ameríkana og picnik, það er mjög algeing sjóna að sjá þá sytjandi á umferðar eyjum á miðju bílastæði. Þeir eru með svo mikið dót að þeir komast ekki lengra en þetta frá bílunum.



Hér erum við á leið á toppinn. En þetta er hæsti tindur austan Mississippi árinnar. Og þegar búði er að klífa þessa 350 metra upp á tindinn þá blasir þetta skilti við.

Mt.Mitchell er 6684 fet sem gerir hana 2037,28 metra háa. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi halað mér upp alla þessa brekku en Maztan góða var það sem kom okkur upp. Þessir 350 metrar reyndust mörgum erfiðari en ég hefði trúað. Auk þess var fólk samfært um að það yrði úti ef það færi ekki í öll fötin sem það var með og ef það var ekki með föt var farið í gjafavöruverlunina og keyptar húfur og háskólabolir. Krakkarnir dúðaðir og haldið af stað í fjall gönguna laungu. Ég veit ekki alvega hvaðan þeir hafa þessa vitnesku um kólnun með hæð. En við sáum turnin frá bílastæðinu og fólkið standandi í sólkyninu þar uppi!!!

Hér er Fúmí á toppnum.

Þetta er svo útsýnið af útsýnis turninum.

Þegar þessu var lokið var komið það því að fara niður. Þegar niður var komið rauk úr bremmsluklossunum. Við parkeruðum og biðum í smá stund. Ég veit að ég á von á sérfræðing í heimsókn frá Íslandi sem er sérfræðingur í að skipta um bremsuklossa. Ég ætla að ahtuga hvort ég geti fengið sérfræðinginn til að líta á drosíuna :-)

Fórum við niður til Asheville þar sem ég vissi að það væri Bomby Company þar. Var útsala en ég var rosa dugleg og keypti bara einn hlut, en mig langaði að kaupa alla búðina eins og venjulega. Þessi búð er annsi vel staðsett í verlunarmiðstöðinni þar sem bílasæði er fyrir ofan verslunnina og fyrir utan það er hraðahidrun beynt fyrir ofan afgreiðslu borðið. Eru starfmenn orðir mjög færir í að segja til um hverslas ökutæki fer yfir hindrunnina. Þegar það eru vörubílar þá detta t.d. ljósin úr stæðunum í loftinu. Starfsmennirnir eru orðnir sérfræðingar í að laga rafmagnsljós.
Eftir verslunarferðina þá var brunað beinsutu leið til Johnson City og farið á Bucs Pizza. Svo heim að slappa af enda klukkan orðin 22.

laugardagur, september 04, 2004

Laugardagur...

Ekki mikið að gerast hér. Keeley er eitthvað slöp og sagðist ekki nenna neinu en ætlaði að fara að þrífa!!! Ég sagði henni að maður þrífur ekki þegar maður er lasin, engu að síður stóð hún á náttbuxunum og loðnu inni skónum og sprautaði þvottalaugi á gólfið og hélt á svampi á priki. Ég hef nú aldei séð aðrar eins aðferðir við að skúra. En gólfið leit vel úr á eftir, en ég get ekki sagt til um hversu hreint það er.
Ég og indverskt par sem ég þekki fórum að versla í Wall-Mart ég hélt að verslunin ætlaði aldrei að lona kl 9 var mér allri lokið að sagði "I am all shopt out" (gerist það nú ekki oft). Var farið að borga, en þar komst ég að því að þetta er WallMart Superstor 24 houers.
Mér var boðið í afmælis boð í kvöld en það er ekki séns að ég geti náð mér upp af þessum stól, nema ef ég velti mér beint upp í rúm. Enda er mikil dagskrá framundan á morgun... meir um það á morgu.

föstudagur, september 03, 2004

First Night (International Student Fellowship (ISF))

í kvöld var alþjóðlegtkvöld hjá kirkjuni. Þar sem ég er svo trúuð þá áhvað ég að skella mér, auk þess var vinkona mín hún Joshephin að elda. En það voru nokkrir ofurhugar sem ákváðu að elda ofaní mannskapin. Það voru ekki mjög margir sem mættu en bara þeir skemtilegustu.


Á þessari mynd er Paul frá Indandi að fá sér í goggin og fyrir aftan hann er dama frá Kamerún (nafn kemur síðar).


Hér er Chang að mistakast stólaþraut sem reyndist flestum ókleif. En þunginn á að vera á enninu og svo á að taka stólinn upp. Ég gat alls ekki séð hvað var svona erfitt við þetta þar til ég reyndi. En á myndini rétt náði Chang frá Suður-Kóreu að bjarga andlitinu frá skakka föllum.


Josiphina kann að slappa af enda frá Zimbawe... fyrr um kvöldið sofnaði hún í sófanum, enda ekki hlaupið í það að elda ofaní allt þetta fólk.


Sæt saman ... hér mætast þrjár heimsálfur Asía, Evrópa og Afríka, í frjórðu heimsálfunni. Orkuinntaka þessara þjóða má einnig sjá á hlutföllum í myndinni.
.
Þetta var fínasta kvöld og gaman að kynnast en fleira fólki, verst að ég mann ekki hvað allir heita. En gaman engu að síður. Það er stór Kamerúnni skotin í mér ;-) Í borðbæninni bað hann guð um að vera með þeim sem elduðu matinn og sérstaklega þeirri sem sæti sér að hægri hönd (mér). Hann varð fyrir miklum vonbrygðum þegar honum var tjáð að ég hefði ekki eldað! Ég skal setja mynd af honum þegar ég næ honum í fókus...
.
Annars var dagurinn fín, ég og Fumí frá Japan borðuðum saman í hádeiginu og fórum svo að versla... ég er ekki viss um að Vísa kortið mitt eigi nokkurn tíman eftir að jafna sig. Ég ætla að reyna að læra eitthvað á morgun, en Josephina vil endilega fara í verslunarmiðstöðina. Ég verð að sjá til með það...

fimmtudagur, september 02, 2004

Svona bý ég.

Ef þið komið í heimsókn þurfið þið fyrst að finna götuna sem ég bý í.

Þetta er Pride Laine þar sem húðið mitt er, eins og þið sjáið þá er þetta allt splúnku nýtt og er ég drullupolla megin í húsi N, íbúð 352.
Í götuni finnið þið silfurgráan bíl með IS merki á. Það er bíllinn minn, ef hann er ekki í götuni þá er ég ekki heima.

Maztan góða...
(NB! ég klipti alla hina bílana út þar sem minn leit ekki vel út í saman burði.)
Þegar þið komið inn í íbúð 352 þá komið þið inn í setustofuna þar sem eldhúsið er.

Þetta er fína eldhúsið okkar, Keeley er búin að skreyta þetta allt saman, en ef þið finni ósamstæða diska þá eru þeir frá mér.
Ef þið litist vel um í stofuni má finna mig þar með nefið á bóla kafi í einhverjari spennandi bók um úrgang.

Hér ér ég að lesa Hazarsous Waste Management.
Þannig var það nú, herbergið mitt er allt í rusli svo að þið verðið að bíða eftir myndum aðan þangað til að ég tek til. Sængurfötin sem ég og Catie lituðum eru aðal skrautfjaðrirnar þar.
Jæja þetta er nóg í bili um híbíli mín og farkost.
Kveðja úr suðrinu