Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

mánudagur, september 27, 2004

Laugardagur til mæðu...

Vakanði ég við vekjara klukkuna og var klukkan að verða 10... þaut ég frammúr (kannski ekki rétta lýsingar orðið yfir mig og að fara á fætur). Henti ég öllu sem að ég hélt að ég þyfti ofaní töskuna og ætti niður í CPA. Inn í búnings herbergið og beinnt út í sundlaug. Josefína var ekki mætt... þannig að ég stakk mér tígurlega ofaní laugina og syndi 4 ferðir ~100m. Þá mætti Jósefína og byrjaði sundkennsla aldarinnar. Ég held að hún verði búin að læta að synda áður en ég veit af... ég reyndar ekki hugmynd um hvað ég er að gera... en það er önnur saga. Eftir 2 tíma í lauginni tilkynnti ég að ég hreynlega yrði að fara... þar sem ég átti að hitta Mami og Vicky í kaffiteríuni. Með blaut hár og rjóð í framan æddi ég inn í kaffiteríuna fann stelpurnar át matinn minn og dreif mig heim til að skipta um föt þar sem ég var enþá í "náttfötunum" ... já ég hafði víst gleymt að pakka fötum í öllu flýtinu um morgunnin.
Rétt náði ég niður eftir til að fara í "patrýið" sem ég vissi ekki að var ekki ætlað mér... en engu að síður þá er nú alltaf páss fyrir skemmtilegt fólk eins og mig... var það líka úr að ég á að gera eitthvað fyrir hópinn þegar þau faraí ferð um Appalachian trail. Kendu Mami og Fumi öllum að gera papírs fugla .... svone eins og er alltaf í Japan. Þvílík og önnur eins vinna við að fá út einn lítin fugl... ég hélt ég myndi aldei hætta að brjóta saman þetta litla blað sem ég var með. En á endanum stóð ég uppi með fullkomin lítin fugl (úr papír).


Var ég orðin mjög óþeygju full að komast til baka þar sem ég átti að vera að horfa á gamalt fólk synda í Freedoms Hall kl. 5. Kunni ég ekki við að segja öllum að drífa sig þar sem ég alli í fyrstalagi ekki að vera þarna. En okkur var skuttlað og góðum tíma á campusinn og ég brunaði í Free. Hall þegar ég var loksins búin að finna staðinn sem var nú ekkert smá smíði þegar þannað var komið sá ég engan... ekki eina hræðu. Ég keyrði um allt og var orðin mjög stressuð þar sem ég hafði gleymt öllum símanúmmerum heima og klukkan allvega að verða 5. Þá sé ég að mér er veit eftir för af rauðum sport bíl,,, ég sem var að keyra þvert yfir öll bílastæðinnn í kringum Free. Hall þar var Anne mætt með einhverjari USa pæju og tillkyntu mér það að engi hefði komið og því hefði verið aflýst "Thrilathoninu" sem átti að vera... ég var allveg rosalega móðguð og fór bara að versla (bara pínu OK).

Um kvöldið hirngdi ég í Fumi sem var allveg að degja úr stressi og var hún eitthvað semeik að fara í "Lait night study" þannig að ég fór og náði í hana, hjálpaði henni með verkefnið og leifið henni að vera á netinu hjá mér og klára verkefnið. Það er langt síðan ég hef lært fram á nótt á laugardeigi... þar sem það eru ekki próf á sunnudögum :-p

Ég var meira að segja myndarleg og bakaði RISA-smákökur (sjá græna diskin á myndinni). Aldrei þessu vant þá fór herbergisfélagi minn og Co ekki að sofa fyrr en kl. 11, var ég m.þ.b. að fara að sussa á þau að þau myndu ekki geta vaknað um morgunnin en þau færu ekki að sofa. En á föstudags kvöldið fóru þau að sofa kl. 8:30 um leið og ég kom heim. Ég vona að þau séu ekki að froðast mig.... ég held að það geti nú ekki veirð.

En í enda dagsins fanst mér ég ekki hafa gert neitt af viti....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home