Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

þriðjudagur, september 21, 2004

Allt brjálað að gera....

Já, nú verð ég að fara að bretta upp ermar... þetta hreinlega gengur ekki lengur. Gamla góða mennaskóla aðferðinn, að gera verkefnin daginn áður en ég þarf að skila er EKKi að skila sér. Ég þarf að skila 2 verkefnum á fimtudaginn og var að byrja og ekki nóg með það heldur fer ég í fyrsta prófði mitt á fimmtudaginn. Ó-mæ-gúnnes ó-mæ-gúnnes... Stressið að hellast yfir mig. En þar sem ég er svona rosalega upptekin í skólanum var ég að enda við að samþykkja að vera meðlimur í VOLUNTERIN við ETSU og viti menn ég er strax kominn í stjórn nokkura nefnda. Hvernig fer ég eiginlega að þessu :-o
Mér líst best á "Angels" nefndina sem ég er í, en hún virkar þannig að sett er upp jólatré rétt fyrir jólinn og á það eru heingdir englar með nöfnum c.a. 150 barna, fólk má velja sér engil af trénu og þar þarf að kaupa jólaföt á barnið og eina jólagjöf. Þetta er fyrir börn frá efna litlum fjölskyldum. Er þetta ekki ótrúlega sætt, ég hreinlega get ekki beðið eftir að rífa alla englana af trénu. En það er mikil undir búningur undir allt svona og verð ég og þeir sem eru með mér í nefndini að #bretta# upp ermar ef okkur á að takast þetta.

Annars er all gott að frétta nema að ég kemst ekki inn á HOTMAIL-ið mitt. Svo ekki senda mér póst þangað. Mig vantar allar adressurnar sem eru þar og finnst mér ég vera algjörlega hjálparvanna án þess. Ég bara veit ekki hvernig ég get opnað póstinn,,,, hann bara opnast EKKI.
Jæja ég ætla að halda áfram að ráða framm úr efnaformúlum úrgangs... (ekki eins spennandi og þetta hljómar)
Kveðja Kristin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home