Blue Ridge Parkway
Dagurinn var tekin snemma, þ.e. þegar John hringdi kl. 8 (takk fyrir símtalið stóri bróðir), þar sem mikið ferðalag var fyrir höndum. Hringdi ég í Fumi frá Japan sem ætlaði með mér, var hún en sofandi þannig að ég fór niður á bensín stöð og setti loft í dekkin, sem kostar 75 centa og dælan gengur í 3 mínútur. Ég pumpaði í öll dekkin þar sem ég fannst þetta svo dýrt :-) ég er svo hagstæð húsmóðir. Þegar Fumi var tilbúin var brunað af stað að leita af Blue Ridge Pkwy. það er ótrúlegt hvað hægt er að flækkja þetta fyrir manni en áður en varið (eftir að hafa spurt til vegar 4 sinnum, stoppað á einum flóa markaði í orðsins fylstu og snúið 2 sinnum við blasti skiltið fyrir okkur.
Við fórum á seinasafn sem var mjög áhugavert, keypti ég tvo merka steina. En Fúmí alla merkusteinnana sem var hægt að kaupa. (Pabbi hennar safnar víst seinum.) Þaðan lá leiðin til Little Switzerland sem er lítil sætur bær í fjöllunum (WebCam af veitingar staðunum sem ég borðaði á). Öll húsin minna á Sviss, fengum við okkur síðbúin hádeigismat þar. Var þetta alveg frábær staður, en greinilegt að ekki allir Ameríkanarnir voru með Picknic því staðurinn var fullur út úr dyrum og urðum við að bíða eftir borði. En talandi um Ameríkana og picnik, það er mjög algeing sjóna að sjá þá sytjandi á umferðar eyjum á miðju bílastæði. Þeir eru með svo mikið dót að þeir komast ekki lengra en þetta frá bílunum.
Hér erum við á leið á toppinn. En þetta er hæsti tindur austan Mississippi árinnar. Og þegar búði er að klífa þessa 350 metra upp á tindinn þá blasir þetta skilti við.
Þegar þessu var lokið var komið það því að fara niður. Þegar niður var komið rauk úr bremmsluklossunum. Við parkeruðum og biðum í smá stund. Ég veit að ég á von á sérfræðing í heimsókn frá Íslandi sem er sérfræðingur í að skipta um bremsuklossa. Ég ætla að ahtuga hvort ég geti fengið sérfræðinginn til að líta á drosíuna :-)
Fórum við niður til Asheville þar sem ég vissi að það væri Bomby Company þar. Var útsala en ég var rosa dugleg og keypti bara einn hlut, en mig langaði að kaupa alla búðina eins og venjulega. Þessi búð er annsi vel staðsett í verlunarmiðstöðinni þar sem bílasæði er fyrir ofan verslunnina og fyrir utan það er hraðahidrun beynt fyrir ofan afgreiðslu borðið. Eru starfmenn orðir mjög færir í að segja til um hverslas ökutæki fer yfir hindrunnina. Þegar það eru vörubílar þá detta t.d. ljósin úr stæðunum í loftinu. Starfsmennirnir eru orðnir sérfræðingar í að laga rafmagnsljós.
Eftir verslunarferðina þá var brunað beinsutu leið til Johnson City og farið á Bucs Pizza. Svo heim að slappa af enda klukkan orðin 22.
2 Comments:
Blessuð Stína
Frábært að fá að fylgst með þér þó að það sé aðeins úr fjarlægð. Hvernig fór þetta með tölvuna, keyptir þú þér nýja og þá hvaða gerð?
Hlakka til að fá að sjá fleiri myndir og þá sérstaklega af aðdáendunum ;-)
kær kveðja
Alma Birna
6. september 2004 kl. 09:49
Sæl Alma mín,
ég ákvað að bíða með að kaupa mér nýja tölfu og tók gömlu með mér út. Það sem afhentinginn var eftir að ég kom hingað og þar sem það er alltaf erfitt að venjast nýjum tölfum, og skólinn byrjaður. En ég hef hugsað mér að kaupa nýja áður en ég kem heim.. líklega þessa sem við vorum búnar að skoða.
Kveðja Kristin
6. september 2004 kl. 10:09
Skrifa ummæli
<< Home