Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

föstudagur, september 24, 2004

Losksins föstudagur...

Í gær var fimmtudagur... dagurinn sem ég kvíði fyrir alla vikuna. Dr. Maier var með próf og þar sem ég er með LD þá mátti ég mæta kl. 9:45 (í stað 11:15) eins og hinir. Ekkert smá notalegt... ég var með mína sóróru Ensk-íslensku orðabók... en viti menn ég gleymdi að taka íslensk-enska með mér til ameríku....! ég held ég sé eitthvað alvarlega föttluð. Þannig að ég sat í prófinu og giskaði á hvernig orðin voru skrifuð og leitaði svo í orða bókinni... ég sem sagt fléttaði upp á 4 orðum í öllu prófinu. Klárið ég prófi um 12 leitið og hafði þá tíma til að fara í kaffiteríuna sem ég hef annars ekki. Hitti ég Mami og dróg hana með mér í mat. Var ég allt of sein í næsta tíma en ég var að minnsta kosti ekki svöng. Það voru bara 3 mættir í Solid Waste Management. Hann (trúðurinn) kenndi okkur samt og reyti af sér brandarana að venju. Strax eftir tíma "þaut" ég út á bókasafn og var algjörlega undirbúin undir viðmót "þjóðarbókhlöðunar" til stúdenta, en viti menn þau bókstaflega leituðu að öllu fyrir mig og réttu mér svo greinarnar. Það eina sem vantaði vað að þau mindu gera verkefnið fyrir mig. Vá þvílík þjónusta... ég ætla sko aftur þangað. Ég átti að skrifa um 2 greinar fyrir Dr. Silver ásmat efnafræði dæmum... hann er allgjörlega að ganga frá mér.. og það á hverjum fimmtudeigi. En hann er allveg rosalega fín kall og kennir mér Hazardous Waste Management. En eins og áður segir náði ég ekki að klára verkefnið fyrir næsta tíma og þá var ég aftur hjá Dr. Maier sem ætlaði að kenna okkur Toxocolgy á 3 tímum... honum tókst það eftlaust ... þ.e. þeir sem skildu öll orðin sem hann bunaði út úr sér. Heyti hann okkur seint út tíma og hljóp ég niður (allt er í sömu bygginunni þ.e. Lamb Hall) og henti 10kg töskunni á gólfið á skrifstofu Silvers og sagði að ég yrði sein þar sem ég ætti eftir að prenta út verkefnið (hvít ligi) hann sagði að ég gæti notað labbið til að prennta út... ég kláraði verkefnið á met tíma... og prenntaði það svo fjórum sinnum út í Culp center... fattaði svo loks að skipta um prentar. Við voru öll mætt í tíman (þ.e. öll 4) og átti Abushir afmæli.... Til lukku með það. Hvernig sem stóð á því þá var ég og "hin stelpan" með sömu tvær greinar.... þetta var hreinlega ótrúlegt. En ég fékk verkefni nr. 2 til baka frá Dr. Silver og viti menn ég fékk 8,5 ég er allveg í skíunum... en ég veit að efnafræði dæmin sem ég skilaði verð ekki svona góð. Mun ég heldur ekki segja ykkur ef mér finnst einanirnar míar ekki allveg FRÁBÆRAR - ég er svo frábær. En kl 22:00 var ég allgjörlega búin og ekki til í neitt nema fá mér að borða og fara að sofa sem ég og gerði.
En þennan fína grassnág hitti ég þegar ég fór út um morguninn. En gatan sem ég bý í er allgjörlega króuð af af skógi... svo þetta er gósenland fyrir snáka að komast á gras blettin hjá mér (sem er reyndar bara mold og einhverjir streinginr). En að var einhver búin að keyra yfir greiið. Ég sár vorkendi honum....

En þetta verður ekki auðveldur föstudagur... en ég áhvað að taka daginn snemma (kl.10) og skrifa smá bl0g og koma mér svo af stað. En ég er að fara niður í CPA að kenna Josefinu að synda... veit hreinlega ekki hvernig var hægt að plata mig í þetta. En engu að síður þá sagðist ég geta verið þarna til að bjarga henni ef hún væri allveg að drukkna. Þetta verður eitthvað skrautlegt. kl. 13:00 ætlum við nokkur að hittast í kaffiteríunni og fá okkur að borða og rabba um daginn og veigin. kl. 15 til 22 (10pm) þá er ég á fundi með ETSU Volunteers, það verður víst eitthvað fjör. Morgundagurinn er einnig full bókaður... ég skil bara ekkert hvernig ég fer að þessu. Sarah og Art voru líka búin að biðja mig um að koma, en ég kemst ekki sökum ANNNa. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega!

1 Comments:

Blogger Linda Björk said...

Þetta virðist svoldið bissi dagskrá hjá þér.
En muna verður að geta slakað smá á

Þannig að gangi þér bara vel :-)

kveðja
Linda Björk

24. september 2004 kl. 12:28

 

Skrifa ummæli

<< Home