Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, september 15, 2004

Cultural Expo

Í gær hvöldi var alsherjar manningar veisla í Culp Center (stúdenta húsinu). Þar kynntu flest félög skólans starfsmeni sína, Blue gras- band spilaði, Gospelkór söng, Kokkurinn söng, Indvers stúlka í fullum skrúða dansaði indverskan þjóðdans, mállaus maður söng (sýndi) lagið "Dust in the wind" og markt fleira. Þá var hægt að æfa sig að gera Japönsk bréflistaverk eða láta skrifa nafnið sitt á japönsku. Þá var hægt að fá "hena" á hendurnar eða bara hvar sem var. Kokkurinn var búin að búa til glæsilegt hlaðborð... þar er eins og að engin mæti nema það sé fullt af mat á staðnum (það er alltaf tekið fram að þar verur MATUR-ætli það sé svo maður borði ekki áður en þaður mætir???).


Hér er Abhijeet að setja Hena á hendina á mér, ég er þessi hvítari á mydnini (bara ef þið hélduð að ég hefði náð svona mikilum lit hérna í suðrinu).


Svona leit subbið út þegar búið var að setja það á (bleikari hendin er mín, hún var u.þ.b. búin að detta af mér vegna kulda). Á svona samkomum er maður alltaf að hitta eitthvað nýtt fólk og viti menn ég gat ekki heilsað neinum eftir að þetta gullt var sett á. Þegar hann var búin að setja þetta á sagði hann að best væri að sofa með sokk á hendini og þvo þetta af í fyrra málið... ég átti eftir að keyra heim og það á beinskiptum bíl. Í dag lítur þetta út eins og risastór gulur áttaviti í lófanum á mér ;-) híhí-hí.

Þetta verður víst horfið eftir 2-3 vikur. Þangað til næst, góðast stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home