En ein fimtudagurinn búin...
Vá mér er strax byrjað að hvíða fyrir næsta fimtudeigi. En það vill svo til að ég er í tímum í alls 9 klukkustundir á fimmtudögum, alls 4 fög.
Byrjaði ég dæginn kl.11 á Human Ecology sem er undergraduait (ein eins og kennarin sagði í fyrsta tíma; þetta verður erfiðastir 1000 kúrs sem þið hafið tekið, viti menn hann hafði rétt fyrir sér.) Þurfti ég að skila verkefni fyrir kl.11 OK og ekkert mál. Strax á eftir mætti ég í uppáhaldstíman minn, þar sem er aldrei nein heima vinna (þ.e.a.s. til þessa) og hann heipir okkur alltaf fyrr úr úr tíma.
Hljóp ég heim í gatinu (upp allar brekkurnar) og viti menn!!! það var gluggi fyrir utan hurðina hjá mér. Ég safnaði í mig kjarki og áhvað að heypa engum inn... svo hringdi dyra bjallan og ég fór ekki til dyra en Jonah fór til dyra. Viti menn þeir voru svo áhveðnir að ég sagði OK og ekkert mál. En þið hafið 2 mínútur þar sem ég var allt of sein með verkefnið fyrir næsta tíma (þvílíkt stress) það tók þá 1 og 1/2 mínútu að skipta um glugga. Svo buðust þeir til að þrífa teppið hjá mér, það var sko 'OK og ekkert mál'... teppið er eins og NÝTT. og ég orðin allt of sein fyrir næsta tíma. Hentist ég niður eftir (á bílnum í þetta sinn, fann að sjálfsögðu ekkert stæði) og náði að prennta út gróft útlit verkefnisins. Viti menn kl. 4:00 stökk ég inn í stofuna rjóð í framan (þ.e.
á réttum tíma). Áttum við að kynna fjandans verkefnið og ég sem geymdi greininni sem ég las í öllum látunum. Ég hikstaði upp úr mér einhverju um arsenic í Banglades og henti mér aftur í sætði og fékk frest þar til á morgun að skila greinnini.... og verkefninu :-) Þetta var sem sagt tími í Environmental Practis I frá kl 4 til 7 pm. Dr Silver tók þá á móti okkur í Hazardous Waste Management frá 7 til 10 pm (gott að þetta er allt í sama húsinu Lamb Hall) vær mætinin heldur slöpp eða 3 af 4 mættir. Mjög áberandi!
Jæja þannig var nú það... jú annars eitt en.
Skondin saga af campusnum: Í dag fékk ein ágætasti nemandi viðáttu brjálæði með hafnarboltakylfu. Sem byrjaði í Culp center og endaði með atriði úr Police í grasinu fyrir framan Lamb Hall. Hann var sem sagt ógn við skólan og þegar búið var að handsama kauða öskraði hann eins hátt og hann gat A L I A N C (það á að standa GEIMVERUR á ensku). Hann kemur víst ekki meira í skólan sá.
Góða nótt
2 Comments:
Það er aldrei lognmolla í kringum þig ;)
10. september 2004 kl. 04:33
Gleyndi, Dr. Silver lett okkur lesa 100 bls. af haz.W.m fyrir timan og skila 40 spurningum og vera undir buin ad svara 20 odrum (eg var alla nottina uppi ad gera tetta)
:-o
10. september 2004 kl. 10:27
Skrifa ummæli
<< Home