Laugardagur...
Ekki mikið að gerast hér. Keeley er eitthvað slöp og sagðist ekki nenna neinu en ætlaði að fara að þrífa!!! Ég sagði henni að maður þrífur ekki þegar maður er lasin, engu að síður stóð hún á náttbuxunum og loðnu inni skónum og sprautaði þvottalaugi á gólfið og hélt á svampi á priki. Ég hef nú aldei séð aðrar eins aðferðir við að skúra. En gólfið leit vel úr á eftir, en ég get ekki sagt til um hversu hreint það er.
Ég og indverskt par sem ég þekki fórum að versla í Wall-Mart ég hélt að verslunin ætlaði aldrei að lona kl 9 var mér allri lokið að sagði "I am all shopt out" (gerist það nú ekki oft). Var farið að borga, en þar komst ég að því að þetta er WallMart Superstor 24 houers.
Mér var boðið í afmælis boð í kvöld en það er ekki séns að ég geti náð mér upp af þessum stól, nema ef ég velti mér beint upp í rúm. Enda er mikil dagskrá framundan á morgun... meir um það á morgu.
2 Comments:
Clint skúrar svona líka. Þetta er allt í lagi það venst ;I
6. september 2004 kl. 07:20
Vá, gott að heyra! Ég hélt að þetta væri einsdæmi. (Við vonum með "maide" in VA svo ég hafði aldei séð USA-búa skúra).
6. september 2004 kl. 17:07
Skrifa ummæli
<< Home