Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

mánudagur, september 27, 2004

Viðburðaríkur föstudagur!

Byrjaði ég daginn snemma og ætlaði að kenna Jósefínu að synd (já, svona rétt fyrir hágdeigi) hún sá sér ÞVÍ MIÐUR ekki fært að mæta. Þannig að ég synti nokkrar ferðir sjálf og sýndi mig og sá aðra í leikfimmis höllinni (CPA). Var nemendaráðgjöf (Dissability servis) búin að útbúa kenslu pakka handa mér.. .. og dreif ég mig þangað. Hitti Fumi í kaffiteríuni (ég var að sjálfsögðu allt of seinn (en japönsku vinkonur mínar eru víst orðnar vanar því). Rétt náði ég að fara heim og skita um stuttermabol (en gleymdi að skipta um skó) áður en ég fór aftur í CPA... en í þetta sinn bak við húsið í "chalens court" (eða eitthvað í þá áttina) var ég með fólki út ETSU Volunteers. Þar kom ýmislegt í ljós eins og verjir eru algjörlega óþolandi og hverir ekki.
Voru margar þrautir leystar til að efla liðsandan... eins og sést á myndumum.


Hér áttum við að raða okkur eftir stafrófs röð án þess að tala og án þess að koma við jörðu (NB! bannað að stíga á undirstöðurnar líka). Ég var að sjálfsögðu á vitlausum enda og þurfti því að klofa yfir 7 manns. Svaka fjör...

Hér erum við að fara Mohagi-walk. En við erum bara með þunnan vír (þótt þetta virðist vera spíta frá þessu sjónarhorni) og bilið á milli stautnanna verður alltaf meira og meira. þanngi að það veður að hjálpast að til að komast yfir. Eftir að ég var búin að faðma alla þessa staura hundrað sinnum að mér fanns vara ég orðin öll blá og marin á höndunum... ekki gott.

Þegar við vour búin að allri þessari vitleysu var farið í eitthvað hús spilað og borðaða. Þá var allskona leikir svo að við mundum kynnast betur en það var nú bara til þess að ég og Anne (frá þýskalandi) vorum allveg að fá gubbuna að þessu fólki... (það er aðalega 3 manneskur sem fara ó taugarnar á okkur). Anne bjó til skothelt plan svo við gætum læðst í burtu fyrir kl. 22:00 vorum við komnar heim um 8:30 dryfum okkur í stuttu og í tjútt gallan. Forum og náðum í Kay (líka frá Þýskalandi) og fórum yfir til Sheminall Rideg þar sem tvær þýskar stelpur búa (Stefhaní og Tabía) ...

Hér eru Kay og Tabía í stofuni í góðum gír... ég var sem sagt ein með 4 þjóðverjum. Þau eru öll alveg frábær og töluðu saman á ensku, þar sem ég var nálæt.

Við þrættum pöbbana... eða svo að segja. Enduðum við á "2th leavel" (önnur hæð) og var dannsað fram á nótt.

Þegar búið var að loka staðnum var farið á Waffelhouse og fengið sér wöflur með rjóma og jarðaberjum. Þau voru með leik á leiðinni sem heitir að "hljaupa rauða ljósið". En hann fer þannig fram að ef rauðaljósið kemur á þegar komið er að gattnamótum ætða allir útúr bílnum og hlaupa í kringum hann á meðan ljósið er. Bíllin fyrir aftan okkur fannst þetta allveg frábær hugmynd og á næstu ljósum æddu tveir vaskir menn út úr bílnum og viti menn þeir skullu saman og skjögruðu aftur inn í bílinn. Kay stökk þá til og hljóp tvo hringi í kringum okkar bíl... var mikið klappað í hinum bílunum. Það er sem sagt komin hluti af þýskri menningu til USA.

Kom ég heim um hálf sex leitið.... (ég er en þá þreytt þótt það sé komin mánudagur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home