First Night (International Student Fellowship (ISF))
í kvöld var alþjóðlegtkvöld hjá kirkjuni. Þar sem ég er svo trúuð þá áhvað ég að skella mér, auk þess var vinkona mín hún Joshephin að elda. En það voru nokkrir ofurhugar sem ákváðu að elda ofaní mannskapin. Það voru ekki mjög margir sem mættu en bara þeir skemtilegustu.
Á þessari mynd er Paul frá Indandi að fá sér í goggin og fyrir aftan hann er dama frá Kamerún (nafn kemur síðar).
Hér er Chang að mistakast stólaþraut sem reyndist flestum ókleif. En þunginn á að vera á enninu og svo á að taka stólinn upp. Ég gat alls ekki séð hvað var svona erfitt við þetta þar til ég reyndi. En á myndini rétt náði Chang frá Suður-Kóreu að bjarga andlitinu frá skakka föllum.
Josiphina kann að slappa af enda frá Zimbawe... fyrr um kvöldið sofnaði hún í sófanum, enda ekki hlaupið í það að elda ofaní allt þetta fólk.
Sæt saman ... hér mætast þrjár heimsálfur Asía, Evrópa og Afríka, í frjórðu heimsálfunni. Orkuinntaka þessara þjóða má einnig sjá á hlutföllum í myndinni.
.
Þetta var fínasta kvöld og gaman að kynnast en fleira fólki, verst að ég mann ekki hvað allir heita. En gaman engu að síður. Það er stór Kamerúnni skotin í mér ;-) Í borðbæninni bað hann guð um að vera með þeim sem elduðu matinn og sérstaklega þeirri sem sæti sér að hægri hönd (mér). Hann varð fyrir miklum vonbrygðum þegar honum var tjáð að ég hefði ekki eldað! Ég skal setja mynd af honum þegar ég næ honum í fókus...
.
Annars var dagurinn fín, ég og Fumí frá Japan borðuðum saman í hádeiginu og fórum svo að versla... ég er ekki viss um að Vísa kortið mitt eigi nokkurn tíman eftir að jafna sig. Ég ætla að reyna að læra eitthvað á morgun, en Josephina vil endilega fara í verslunarmiðstöðina. Ég verð að sjá til með það...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home