Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

mánudagur, júlí 26, 2004

The World is ours!!!

Hér má sjá þau lönd sem ég hef komið til, sum fá annsi stóra klessu þótt ég hafa einungis komið í eitt hornið á landinu.


Hér getur þú búið til þitt heimskort.



sunnudagur, júlí 25, 2004

Test 2


Þetta er eingöngu tilraunar verkefni hjá mér... ég verð að komast að því hvað þessi síða getur gert. Maður lærir ekkert nema prufa sig áfram...


föstudagur, júlí 23, 2004

Hér hefst ferðalagið...

Það er ásetningur minn að skrifa nokkrar línur í þetta fína blogg mitt þegar ég hef einhverjar ferðasögur að segja. Þetta blog er grunndvöllur fyrir vinni og ættingja til að nálgast upplýsingar um hvar ég sé niður komin.
Vonast ég eftir að þessi síða verði jafn til fróðleiks og einhvers gamans fyrirlesendur hennar (sem eru engir en sem komið er).








Alltaf gott í góðu ferðalagi....

Reynisfjara                                                            (Mynd: Jóa)






fimmtudagur, júlí 22, 2004

Sótt um visa

                    
Ég gerði aðra tilraun til að fara með umsókn mína um J1 vísa í Bandaríska sendiráðið í dag. Eftir misheppnaða tillraun í síðustu viku þar sem KASSIN (ekki svarti kassin heldur peningakassin) lokaði á meðan ég fór nokkrar umferðir í gegnum málmleitar tækið. En það skal vakin athigli á því að sendiráðið lokar kl. 17 en "kassin" kl. 16, fyrir ykkur sem hyggist eiga einhver samskipti við þetta sendiráð. En allt gekk vel þótt að blessað málmleitar tækið pípti á mig þótt ég væri ekki með neit úr málmi nema hálsmenið (ég þarf að fara að endurskoða fillingarar í tönnunum ef þessi tæki eru orðin svona nákvæm).
En aðlokum gat ég skilið umsóknina eftir og á að mæta í yfirheyrslu 10 ágúst (þeir þurfa víst að rannsaka bakgrunn minn áður en ég mæti).