Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

fimmtudagur, september 02, 2004

Svona bý ég.

Ef þið komið í heimsókn þurfið þið fyrst að finna götuna sem ég bý í.

Þetta er Pride Laine þar sem húðið mitt er, eins og þið sjáið þá er þetta allt splúnku nýtt og er ég drullupolla megin í húsi N, íbúð 352.
Í götuni finnið þið silfurgráan bíl með IS merki á. Það er bíllinn minn, ef hann er ekki í götuni þá er ég ekki heima.

Maztan góða...
(NB! ég klipti alla hina bílana út þar sem minn leit ekki vel út í saman burði.)
Þegar þið komið inn í íbúð 352 þá komið þið inn í setustofuna þar sem eldhúsið er.

Þetta er fína eldhúsið okkar, Keeley er búin að skreyta þetta allt saman, en ef þið finni ósamstæða diska þá eru þeir frá mér.
Ef þið litist vel um í stofuni má finna mig þar með nefið á bóla kafi í einhverjari spennandi bók um úrgang.

Hér ér ég að lesa Hazarsous Waste Management.
Þannig var það nú, herbergið mitt er allt í rusli svo að þið verðið að bíða eftir myndum aðan þangað til að ég tek til. Sængurfötin sem ég og Catie lituðum eru aðal skrautfjaðrirnar þar.
Jæja þetta er nóg í bili um híbíli mín og farkost.
Kveðja úr suðrinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home