Jæja góðir hálsar, þá er komið að því að drífa sig í ferða skapið og æða um eins og haus laus hæna. Ferða plan mitt næstu tvær vikur er eftir farndi:
19 des: Lagt af stað frá LA til
Ensenada í Mexico og gistum þar eina nótt, förum við eftir "The old Spanish Mission Trail".
20 des: Farið til Guerra Negro og gist í eina nótt, farið verður í hvalaskoðun um daginn (Grey Whales).
21-23 des: Bahía Concepcíon og gist í þrjár nætur. Hér munum við slaka á og skoða þennan fallega stað, meðal annars La Trindad auk þess að stunda sjóböð og kæjakferðir.
27 des: Farið til
San Diego í US og þessi merka borg skoðuð - aðalega sædýrasafnið. En Tremaine fjölskyldan er með sýningu þar og ætla ég að reyna að kýkja á hana.
28 des: Komið til Los Angeles. Það verður tími til að fara út og skemmta sér pínu því flugið mitt fer ekki fyrr en kl. 23:15 um kvöldið.
29 des: TRI-city airport. Flýti ég mér heim í íbúðinna mína og legg mig. Svo er það bara að pakka saman og troða öllu í drossíuna. Fara út að borða með þeim vinum sem eru en hér og njóta samverunar.
31 des: Charlottesville VA. Í farðmi fósturfjöslkyldunar mun ég taka á móti nýju ári.
Áætluð heim koma til Íslands fyrir 15 jánúar.