Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, desember 08, 2004

Brjálað að gera...

Hæ hó, bara stutt blog í dag. Ég var að koma úr loka prófi rétt í þessu... og er að fara í annað á morgunn. Auk þess sem ég er með stórt verkefni sem ég þarf að skila á morgun. En þetta er hálf skrítið hér því þetta er eins og í vorprófunum heima. Það er alltaf gott veður þá... er það ekki? Hér er glampandi sól og sæla, meira að segja hlítt (64'F) krakkarnir í skólanum eru búin að taka upp stuttbuxurnar og hlírabolinna. Það mætti halda að þetta væru íslendingar á ferð (meiga varla sjá sól og er þá komnir úr). Það eru 3 próf í næstu viku og ætla ég að rúlla þeim upp. Á laugardaginn er ég að fara í giftinu, það verður rosa stuð.
Jæja ég kveð að sinni og sný mér að bókunum (það er allavegana planið).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home