Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, desember 29, 2004

Komin til Tennessee... loksins.

Jæja þá er ég búin að hvíla mig svilítið eftir að hafa verið vakandi í næstum 39 tíma. Var lítið um svefn síðustu nóttina þar sem allir í ferðinni voru á því að skemmta sér vel í San Diago síðasta kvöldið (NB! á mánudagskvöldi). Um morgunin eftir næstum engan svefn fór ég og annar úr ferðinni í San Diago Zoo-inn. Þar sem við gegnum okkur upp að hnjám við að reyna að sjá allan garðinn áður en við urðum að fara (höfðum við 6 tíma í garinum). Í uppáhaldi hjá mér vour ísbyrnirnir og pandabyrnirnir. En SD-zoo er ein af fáum dýragörðum sem hefur náð að halda lífi í nýfæddum pandabyrni legnur en 4 daga. Hann er 18 mánaða í dag og allveg rosalega sætur. Þegar ég var búin að skoða var náð í mig og var ætt um borðinn að ná í alla hina. Við keyrðum svo til LA. Voru allir á gríalegri orku og náðum við að halda öllum vakandi á leiðinni. Var veðrið í LA alveg ömurlegt... allar götur voru með fóði og varla hægt að keyra. Við fórum á hótelið og höfðum okkur til fyrir kvöldið og fórum svo nokkur út að borða með leyðsögumanninum (bara skemmtilegasta fólkið). Ég fór snemma til að ná rútunni út á flugvöll ... var rosa sorglegt að segja bless við alla nýju vini mína. En svona er lífið... hófst þá ferðinn út á flugvöll en þ að gekk stót slysa laust ... En þetta var nú meira flugið ... ég var kölluð upp og látinn fara aftur að töskunni minni sem gerði það að verkum að ég var síðasta manneskjan inn í vélinna... og var skellt á eftir mér. Það var því smá bið að við færum út á brautinna. Þegar út á brautina var komið vorum við númmer 5 í flugtak, gekk þetta allt rosa hægt þar sem veðrið var svo hörmulegt. Þegar við vorum orðin númmer 2 var flugvellinum lokað. Við biðum í ca. 40 mínútur þar til honum var opnað aftur. Loksis fengum við brotfara leifi og ædum eftir flugtaksbrautinni. Þegar við vorum alveg að taka á loft voru allar bremsur notaðar og allir farþegarnir flugu fram í sætunum og héngu á beltunum. Það var vélarbilun í vélinni. Við vorum dreginn að flugstöðinni þegar orðið var víst að um alvöru bilun var að ræða en ekki bara ljós á borðinu. Við sátum í 5 tíma í sætunum og héldum að við værum alltaf alveg að fara í loftið, allir með spent belti. Loksins fórum við svo í loftið ... fólki stóð nú ekki alveg á sama að vera að fara með sömu vél. Það sem það var brjálað veður var þvílík ókyrð og hélgum við oft bara á beltunum. Við lentum í OHIO mörgum klukkutímum seinna og allir búnir að missa af tengi flugi. Við komum út úr vélinni og sögðum hvert við værum að fara... Voru næstu vélar á áfangastaðinna allar allveg að fara. Fólkið þar á meðan ég sem var í vélinni og búið að sitja í 10 tíma á rassinum var látið hlaupa eftir allri flugstöðinni. Ég þurfti að komast í aðra byggingu og það með rútu og veseni í snjó og bil. Ég rétt næaði næsta flugi sem gekk vel... og viti menn ég þekkti sessunaut minn. Herjar eru líkurnar á því?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home