ÖMURLEGUR DAGUR!
Þetta er hreinlegasta ömulegasti sem ég hef lifað lengi. En hann byrjaði á því að bróðir minn vakti mig kl. 5:30 (sem var alveg frábært, nema ég var bara búin að sofa í 2 tíma). Ég las yfir gósurnar mínar fyrir prófið og svaraði síðustu spruningunni á verkefna blaðinu fyrir haz waste og sendi það niður í skóla til að prennta út fyrir tíman. Allt gekk í ljómanum.... en svo stökk ég út í bíl og setti í bakk gír.. gekk smá illa. En þegar kom að því að keyra áfram vildi kúplínginn ekki upp og ekki leið að skipta um gír. Ég gat sem betur fer bakkað í annað stæði, svo ég þurfti ekki að skilja bílinn eftir á miðju plani. Það var að sjálfsögðu rigning og ég æddi af stað niður brekkuna og að sjálfsögðu er ekki gangsétt niður eftir þannig að ég þufti að fara niður grasið eða labba á veginum og miklu lengra. Þetta endaði að sjálfsögðu allt með ósköum og ég flaug á hausinn. Rölti ég áfram drullug upp fyrir haus og æddi inn í tíma í Human Ecology. Ég náði nú að þorna aðeins í tímanum, en aldrei þessu vant heipti hann okkur fyrr út úr síðasta tímanum. Ég fór í róleg heitunum og skrifaði Söru póst um ófærir mínar. Í leiðinni kíkti ég á haz verkefnið mitt. Viti menn þetta var vitlaust verkefni #$%&#$%#. Nú voru góð ráð dýr ég hringdi í herbergisfélagan og fékk hana til að bíða á meðan Anne kæmi svo hún kæmist inn. Anne braust inn í tölvuna mína og sendi rétt verkefni. Ég náði að prennta það út og rétt komst í tíma í Solid Waste en þá tók ég eftir að fartölvutaskan mín (sem geymir skólabækurnar) var búin að éta upp hliðina á nýju buxunum mínum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri. Douglas hélt okkur lengi í tímanum, þar sem við vorum að semja próf spurningarnar fyrir prófið næst fimmtudag! Klukkan var allt í einu orðinn 2:30 og ég átti að byrjað í Final pófinu mínu í Env. Prac. I kl. 3 og ég var ekkert búin að borða. Ég fór í "hellinn" og fékk mér kjúklingaborgara. Ég var viss um að ég myndi hella sósuni yfri mig eða eitthvað. Ekkert gerðist. Ég las hratt fyrir glósurnar og æddi svo í prófið... kennarinn var ekki mættur og ég er ein í prófinu. Ég beyð og beyð og ekki kom hann... ég var alveg að verða brjáluð á þessum deigi þá byrtist hann á hlaupum með prófið mitt. Ég opnaði prófið og áttaði mig á við að ég kunni það sem var verið að spyrja um (allt Önnu að þakka - yfirhlíðaranum sem kann þetta betur en ég núna). Þetta var ljósasti púntur daginns. Var svo tími hjá Dr. Silver í Haz waste þar sem ég átti að skila verkefninu... ég vað alveg að sofna í tímanum sem er ekki gott þar sem það eru bara 4 nemendur. Hann lét okkur hafa "heimapróf" sem er lengsta og erfiðasta heima próf í sögu mannkynns að ég held. Þessi maður er algjör hálviti, ég geri ekkert annað en að framleiða svör við hans heimsku spurningum. Og það á svona deigi.
Ég mann ekki eftir fleiri áföllum í dag en þetta ætti að nægja allt annað er þurkað úr minni mínu.
Kveðja úr "grumpy" bænum.
1 Comments:
Takk Sigga mín, þú ert alltaf jafn bjartsýn. Ég er að reyna að vera það líka. :-D
Kv.
11. desember 2004 kl. 11:32
Skrifa ummæli
<< Home