Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

laugardagur, desember 04, 2004

Erfiður og skemmtilegur Laugardagur

Þegar ég var búin í Jóla skrúðgöngunni... æddi ég heim með allt nammið í vösunum og hringdi í Debalinu & Kanisk og fékk þau með mér til Jonesborough, sem er elsti bær í TN. Við skemmtum okkur konunglega... rosalega fallegur bær og aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá Johnson City.



Ég rétt náði að skila þeim og hlaupa á leikinn... það voru reyndar 5 mínútur búnar af honum. En við töpuðum... það var alveg rosa sárt. En the Buccaneer Basketball eru samt góðir... ég vill alavegana trúa því. Það var bara titturinn #5 sem kann ekki að gefa boltan, hann er rosalega góður og mun fara í NBA deildina (ásamt #1) þegar (og ef) hann útskrifast.

Á eftir leiknum fór ég, Stefhane og Anne út að borða... aðalega vegna þess að okkur langaði svo í eftir réttin sem við gátum ekki borðað í gær (við fórum á sama veitingar stað tvö kvöld í röð). Þegar ég var hálfnuð með ljúffenga borgaran minn gat ég ekki meir... en stelpurnar eru allgjörar hetjur og pöndtuðu sér eftirrétt. Við höfum aldrei á ævinni séð svona stóra eftir rétti.

Þegar við komun til baka vorum við enþá að springa.. við tróðum okkur nú samt í trjútt gallan og æddum í afmælið hjá Thomas (20 ára). Það var troðfullt hús af fólki og brjálað stuð. Við fórum svo á Second Level að dansa. Við þurftum að bíða í u.þ.b. klst. eftir að komast inn. Inni var allt troð fult og viti menn leikmaður #5 þorði að láta sjá sig. Litla paddan... en við Anne létum hann í friði. Kl. 2:40 var staðnum allt í einu lokað og allir beðnir um að ríma svæðið. Það voru allar löggur í bænum mættar fyrir utan. Það brustust að sjálfsögðu út gríðalegar óeirðir og allt í vitleisu. En það var nú bara gaman, ég kom mínir komumst öll heil heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home