Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, desember 15, 2004

Bahias de Baja

Jóla ferðaáætlun... ferðinni er heytið til Bahias de Baja.
Jæja góðir hálsar, þá er komið að því að drífa sig í ferða skapið og æða um eins og haus laus hæna. Ferða plan mitt næstu tvær vikur er eftir farndi:
18 des: TRI - LAX (LA þar mun ég gista á "Los Angeles Backpakers Paradise Hostel" auk þess sem ég ætla að kíkja á fræga fólkið í Hollywood)
19 des: Lagt af stað frá LA til Ensenada í Mexico og gistum þar eina nótt, förum við eftir "The old Spanish Mission Trail".
20 des: Farið til Guerra Negro og gist í eina nótt, farið verður í hvalaskoðun um daginn (Grey Whales).
21-23 des: Bahía Concepcíon og gist í þrjár nætur. Hér munum við slaka á og skoða þennan fallega stað, meðal annars La Trindad auk þess að stunda sjóböð og kæjakferðir.
24-26 des: Bahía de Los Angeles þrjár nætur. Hér eru fáir sem engir ferðamenn, við verðum mikið á kæjökum, ásamt snorkli og köfun í "Sea of Cortés".
27 des: Farið til San Diego í US og þessi merka borg skoðuð - aðalega sædýrasafnið. En Tremaine fjölskyldan er með sýningu þar og ætla ég að reyna að kýkja á hana.
28 des: Komið til Los Angeles. Það verður tími til að fara út og skemmta sér pínu því flugið mitt fer ekki fyrr en kl. 23:15 um kvöldið.
29 des: TRI-city airport. Flýti ég mér heim í íbúðinna mína og legg mig. Svo er það bara að pakka saman og troða öllu í drossíuna. Fara út að borða með þeim vinum sem eru en hér og njóta samverunar.
31 des: Charlottesville VA. Í farðmi fósturfjöslkyldunar mun ég taka á móti nýju ári.
Áætluð heim koma til Íslands fyrir 15 jánúar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þá veit ég loksins hvar þú verður um jólin. Góða ferð til Mexicó bið að heilsa silfrinu þar. Frábært að fá þig heim fyrir 15.jan. við skálum þá í tilefni dagsins :-). Þín systir Karen.

15. desember 2004 kl. 12:14

 
Blogger Sonja said...

Ferðastu sóló? eða með öðrum?

Hafðu það bara sem allra best. Þetta verður örugglega mikið ævintýr.

16. desember 2004 kl. 04:41

 

Skrifa ummæli

<< Home