Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

miðvikudagur, október 20, 2004

Sigga Virginia Tech

Á leiðinni heim stoppaði ég í nokkrum verslunum og eyddi pínu penging (af því þeir vaxa víst á trjám hérna í TN). En þegar buddan var orðin léttari var ferðinni heiti til Siggu sætu í Virginia Tech, en þeir sem þekka ekki snótinna þá er hún að reyna að heilla þjálfarana og kennarana upp úr skónum til að komast inn í skólan á næstu önn í efnaverkfræði. Við kossum öll fingunar fyrir henni... en kærastinn hennar, Maggi, er núna við skólan á fótboltastyrk.
Það var allveg rosa gaman að hitta hana og sérstaklega að tala íslensku lengur en 10 mínútur. Ég hugsa að ég hafi sletta annsi mikið, en hún var of kurteis til að hafa orð á því. Sigga er myndar húsmóðir eins og sérst á myndunum. Hún er búin að gera íbúð með fjórum karlmönnum huggulega. Þegar ég kom var hún að baka vöfflur handa ferðalangnum, en ég hef ekki fengið vöfflur síðan einhver var svo elskulegur að baka vöfflur á kaffistofuni á rannsókn. Við hugsuðum til gengisins á rannsólnarsofunni á meðan við gæddum okkur á ljúfengum vöfflunum. En fanns okkur vest að það var ekki föstudagur þannig að við gætum verði "Memm" í 10 kaffinu.



Elsku Sigga takk fyrir mig... sjáumst í næstu ferð.
Sérstakar kveðjur fylgja þessu bloggi til rannsóknastofu Alcans á Íslandi... undir sílóunum.

1 Comments:

Blogger Bára said...

Hæhæ.... var það ekki bara ég (með hjálp KVölu)sem gerði vöflurnar :)
Ég hló nú bara þegar ég las þetta með draugahúsið... hvernig datt þér í hug að fara á stað sem gengur út á það að bregða fólki???? Man eftir ófáum skiptunum sem ég stóð í dyrunum hjá þér í sumar og sagði sakleysislega "böh" og þú hrökkst í kút!

20. október 2004 kl. 23:56

 

Skrifa ummæli

<< Home