Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

fimmtudagur, október 14, 2004

BANNI AFLÉTT

Eitthvað fór textin annað en hingað. En hann var eitthvað á þessa leið...

Þá er einn af erfiðustu dögum lífs míns lokið. Ég held að ég hafi aldei verið jafn stressuð fyrir nokkurn dag. Mér gekk ekki allt of vel í prófunum, ég held að það hafi eitthvað með það að gera að ég svaf einungi 3 tíma. Þannig að blogg banni hefur verið aflétt þar sem þessi hrinllilegi dagur er úti.
En dagurinn var svona:
Vaktn....
Æddi niður í kaffiteríu og fékk með egg og beikon.
Gat alls ekki einbeitt mér í kaffiteríuni það var alltaf einhver að koma og segja hæ... og bla bla bla.
Éxam 1 var kl. 9:30 og lauk því kl. 12:30 það var í Human Ecology.
12:45 var ég með fyrirlestur... um Sours Reduction. Jájá ég veit að ég hefði átt að geta talað um þetta með lokuð augun en vá... öll orðinn sem ég var búin að læra utanað fyrir prófinn tvö komu stöðugt upp. Á endanum gafst ég upp ... og sagði við dreinginna að ég yrði að gera þetta á barna ensku. Þeim til millirar gleði... þeir voru allavegana allir borsandi.
Hafið ég hálftíma fyrir næsta próf... stökk ég aftur í kaffiteríuna og fékk mér að borða. Var ég mjög dónaleg við alla í þetta skiptið og neitaði að tala við það.
Ég hlóp sveit í næsta próf, kl. 3pm í Environmental Practis I, en það próf stóð til kl. 7pm... ég var að skirfa og reyna að muna allt sem ég ætlaði að muna í alls 7 klukkustundir.
kl. 7 var komið að tíma hjá Dr. Silver í Haz Waste Manag sem stóð til 10pm. Ég var ekkert búin að lesa og ekki búin að gera verkefnið... hann lætur okkur alltaf lesa 120-50 bls. fyrir hvern tíma. Hann var ekki ánægður með mig, en ég reyndi að malda í mógi og sagði að ég hefði bara allt of mikið að gera.
Þegar ég kom heim var komin tími til að pakka og skola af sér svitan. En þá mundi ég eftir að ég átti eftir að fara með vatnsheldu myndavélinna mína í framköllun, hringdi ég því í Mami því hún var búin að biðja mig að hafa samadan næst þegar ég færi... Fórum við í WallMart og að sjálfsögðu týndi ég henni... ég var að niðurlotum komin þegar ég fann hana aftur. Þetta var allveg að fara með mig...
Ég skilaði Mami og fór að sofa.

1 Comments:

Blogger Sonja said...

Úff, ég verð bara þreytt á að lesa þetta. Þvílíkt stress á einum degi. Þarf að leggja mig eftir átökin :)

18. október 2004 kl. 09:10

 

Skrifa ummæli

<< Home