Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

mánudagur, október 18, 2004

Hunted Saturday

Á laugardeiginnum héldum við áfram með búininginn. Vinkona Catiear kom í heimsókn. Hún heitir Amily. Algjör orku bollti... ég hélt að Catie væri erfið en úff þessi var alveg einstök og allveg ótrulega frábær. Stelpunar léku sér og bjuggu til rusl um allt húsið á met tíma, ég var ekki í heinsunar deildinni.
Um kvöldið var farið Misty Mountein, Hunted hey ride og hunted house. Þeir sem þekkja mig... og þurfa víst ekki að þekkj mig vel vita að ég er afskaplega bregðinn. Það er nóg að standa fyrir framan mig og segja Boo, þá bregður mér. En úff, við fórum inn í The hunted house og ég hélt að ég yrði ekki eldri. Það voru hlutir sem voru að fljúga á andlitið á mér og fólk sem skreið um gólfið og reyndi að hræða mann. En mér brá í hvert skipti sem einhver læddist að mér. Ég og
Amily fórum svo inn í allgjörlega svört göng... Amily að sjálfsögðu fyrir faman. Ég ríghélt í aumingja barnið ekkert gerðist fyrst en við reyndum að figra okkur áfram. Allt í einu var eins og einhver stæði fyrir framan okkur... og svo var öskrað djúpri kalrmannsröd. Ég hélt að ég yrði ekki eldir... ég tók Ameliu upp og hljóp til baka. Hún er enþá að tala um hvað ég var hrædd :-) Mér finnst bara ekkert sniðugt að borga fyrir að láta hræða sig. En þetta fór nú allt skánadi eftir þetta, nema Catie litla var byrjuð að gráta. Þegar við loksins komumst út úr kjallaranum og út í bakgarðinn tók við gangstétt sem náði að hliði. Ég var inni að taka myndir þannig að ég kom út svolíðið seinna... og þá sá ég Söru á harða hlaupum með stelpurnar í sitthvorri hendinni og á eftir þeim voru tveir menn með vélsægir og eitthvað af afturgöngum. Ég reindi að ná mynd en hún er allt of hreifð.

Hér eru stelpurnar áður en við fórum inn í húsið. Takið eftir drauginum í glugganum.


Hér eru stelpunar áður en við lögðum í hann í hunted hey ride.


Það var nú ekkert voðalega skelfilegt, en ég var sett aftasgt á vagnin og var Amily hliðinna á mér svo Catie og Sara. Stelpurnar voru alvega að gefast upp... þær voru orðnar svo hræddar. En það var keyrt í gegnum skóg þar sem allskonar hlutir gerðust oftast voru þetta bara hljóð í myrkrum skógi. En þá var það pínting aldarinnar fyrir mig, en það var að það var alltaf einhver sem kom upp að vagninum óséður og greip í öklan á mér eða á ögslina. Þar sem ég var aftast og greinilega fullorðin var ég aðal skotmarkið, auk þess sem ég lét í mér heyra þegar mér brá. Stelpurnar uppgvötvuðu aðferð til að vera ekki hræddar... það var að ÖSKRA til baka og viti menn ég er ennþá með hellu fyrir eyrunum.
Á eftir fórum við á kaffihús í Croze. Ég hef verið mjög oft í Croze og alltaf fundist þetta vera algjört skíta-plais en þvílík breiting. Þetta er eitt að bestu kaffihúsum sem ég hef komið á... og það er lifandi tónlist 4 kvöld í viku. Ekkert smá flott. Stelpurnar dönsuðu og við Sara fengum okkur hvítvín. Komum við stelpunum ekki í rúmmið fyrr en um 11pm. Ég nældi mér í DVD frá Art og fór og kúrði í rúmminu mínu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home