Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

fimmtudagur, október 28, 2004

Homecoming...

Þessi vika er búin að vera mjög ströng.... ég er bókstaflega ekki búin að stopa. En hitabylgjan sem var í fyrirpart vikurnar er horfin og byrjað er að rigna.

En dagskárinn hjá mér hefur verið eitthvað á þessa leið.
Mánudagur: Eins og flestir hafa séð var ég í skrúðgöngunni og öll þau læti.
Anne van Beita-fish á Carnivalinu og eftir fundin kl. 4:30 fórum við að versla handa honum. Þá komst við að því að hann þarf að borða annan hvern dag og það 3 litlar kúlur auk þess andar hann með lungum en ekki í gegnum tálknanna þannig að hann þarf ekki dælu. Aumingja okkar fiskur sem er alveg eins nema blár fær að borða þrisvar á dag og er með gríðarlega loftdælu í búrinu. En við Anne skemmtum okkur við að versla. Sarah á 50 ára afmæli í dag- til hamingju með það. Vá, 50 er greinilega bara tala.
Þriðjudagur: Fór í skólann og beint á eftir í skrifstofu tíman... ég hélt að síminn ætlaði aldrei að hætta að hringja og Roge var farinn... þannig að ég þurfti að taka niður 5 skilaboð sem er 5 skilaboðum of mikið. En það blessaðist allt. Eftir skrifstofu tíman fór ég að tala við Maríu sem er yfir erlendunemunum. Ég er víst með bás á International Study deginum... þannig að það er best fyrir mig að vita hvað ég ætla að gera.
Eftir þetta hélt ég á völlinn fyrir framan CPA til að keppa í 12-þraut með VETSU. Viti menn allir mættu seint og við máttum ekki vera að því að fara í gegnum þrautirnar. Þetta var þetta týpíska: kengúru hlaup, 3 fóta hlaup, hjólböru hlaup, bat-hlaup, raka blöðru, catapillar-stigi... Um kvöldið var Anne með fyrir lestur um þýskaland. Það var vel mætt og mjög skemmtilegt.

Miðvikudagur: Ég byrjaði daginn á að fara í blóðprufu, ég vildi alls ekki fá svona mikinn plástur á hendina en hún sagði að það væri svo létt að ná honum af. Vitil menn um hádegisbil var Anne og Kay svo hjálpleg að ná honum af... þau bókstaflega eltu mig og héldu mér niðri. Viti menn eitthvað fór úrskeiðis með þennan líka fína plástur það blæddi undir alla húðina og ég lít út eins og eiturlyfja sjúklingur. En við Anne máluðum risa ruslatunnu fyrir VETSU og finnst mér okkar hafa verið flottust. Fullt af litum og merkið okkar... (set mynd seinna)

(Ekki loka niðurstaða.. gleymdi að taka mynd, var svo glöð að þetta var búið.)
Á meðan að grunnurinn var að þorna fór A í skólann og ég að búa til kerti, bera vax afsteypu af hendinni á mér, og búa til fyndna ljósmyndir af mér. Við gerðum svo hópmynd seinna þegar við komum saman. Um kl. 3 fór ég svo að sjálfboðaliðast við Blood-drive vá ég held að einhverir hafa hætt við þegar þeir sáu handlegginn á mér. Lítur ekki vel út. Fór ég svo í skot túr að finna afmælis gjöf handa Söru en viti menn það sem ég var búin að áhveða að gefa henni var uppselt. Nú er ég alveg ráðalaus. En kl. 6 (ég vað að sjálfsögðu sein) hitti ég Mami og við fengum okkur að borða. Hún vissi ekki að ég er að fara eftir þessa önn og ég held að hún sé ennþá í sjokki. Hún spurði mig áræðanlega 80 sinnum hvort ég væri að grínast eða í alvörunni. Einhver geðsjúklingur sem Mami þekkir settist svo hjá okkur.. .. .. og er núþegar búin að bjóða mér til Ohio um Thanksgiving. Hvaðan kemur þetta fólk eiginlega. En á eftir fórum við á Skit Night í Autioriom. En þetta eru stuttir gamanleikir frá systra og bræðrafélögunum. Tek það fram að engin svört félög mættu, sem var gott fyrir þá sem voru að keppa því þau höfðu unnið. En það var grínisti sem er á Comedi Chanal og lék í "10 Things I Hate About You " ég hélt að ég myndi pissa á mig... hann var svo fyndinn. Mér er ennþá illt. En atriðinn voru ágæt það voru tvei strákar úr RR bekknum mínum. Annar þeirra var kellingin úr Drew Carey Show. Ég er en að hlæja að þessu... en ég hef komist að því að það eru bara bangsastrákar í því bræðrafélagi. Þeir hafa greinilega ekki komist inn í sætu stráka félöginn.
Fimmtudagur: í dag er skóla dagur mér til mikilla leiðinnta. Því það eru Everclear tónleikar í kvöld og ég á 2 miða (ók þeir voru ókeypis). En mig langar svo að fara en ég er í tíma frá 4-7 og frá 7-10pm, rosalega fúlt. En þetta er allt í lagi þar sem Hillur vinkona kemur á MORGUN :-) Vá, ég trú ekki að tíminn hafi verið svona fljótur að líða. Hún er bara að koma á morgun... ví ví ví. Ég ætla að keyra til MI að sækja hana. Svo erum við að fara í afmælis partíið hennar Söru á laugardeginum. Ví ví ví ví ví ví .. .. ..
Ég set myndir inn þegar hægist um.
Kveðja úr Homecoming - hátíðinni.

4 Comments:

Blogger Bára said...

Ertu bara hætt að skrifa??? :(

12. nóvember 2004 kl. 18:32

 
Blogger Linda Björk said...

Hvar eru skrifin?

15. nóvember 2004 kl. 05:04

 
Blogger Kristin (Issy) said...

ÉG helt ad eingin læsi þetta... þannig ad eg hætti bara ad skirfa. :-o

15. nóvember 2004 kl. 18:20

 
Blogger Linda Björk said...

Maður kíkir mjög reglulega inn á síðuna þína þótt kommentin séu ekki eins oft :)

17. nóvember 2004 kl. 14:54

 

Skrifa ummæli

<< Home