Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

laugardagur, október 23, 2004

ISF - Japnanskt kvöld

Um daginn gerði ég ekki markt, nema gera allt klappað og klárt fyrir komu Hildar eftir vikur. Ví ví, ég get hreinlega ekki beðið. Kl. 4 var ég með sundæfinu (kennslu) fyrir tvær snótir.
Kl. 5:30 fórum við Anne í ISF að hjálpa Mami og Fumi að elda japanskan mat... réttara sagt þá ætluðum við að aðstoða.... við kunnum ekki að elda svona mat.

Hér eru Fumi og Mami að elda.

Það var alveg ótrúlega gaman sérstaklega þar sem ég fékk að gera eftirréttin... þetta voru svona pönnukökubollur með súkkulaði og osti. Já þetta hljómar undarlega... en var rosalega gott. Það voru allir hopandi yfir snilli minni í eldhúsinu. Við Anne laumuðumst svo út áður en Ihab byrjaði að berja okkur til islamstrúar.
Fórum við svo pínu á djammið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home