Fyrsti alvöru skóladagurinn.
Það er geinilega ekki hlaupið að því að vera í háskóla... nei bara smá grín. Var ég í Human Ecology í dag, rosa stuð. Þessi kúss verður ekkert grín, svo var ég í Solit Waste Management þar mætti en ein furðufugl. Ég vona að ég eigi eftir að venjast honum, en hann vill að við verðum uppáklædd þegar við höldum fyrirlestra. Ég get ekki séð mig fyrir mér uppáklædda í öllum þessum hita og vera í öðrum tímum um leið. En hann dregur einkunnina niður ef maður er t.d. í stuttbuxum. Við erum 10 í bekknum og ég er eins "stelpan" hummm.... m.
Ég var að koma út SkubaDiving tímanum mínum. Ég er verulega að hugsa um að hætta við að taka þennan kúss, ég veit að hann verður skemtilegur en hann kostar 710$ aukalega. Ég er ekki viss um að þetta sé þess virði. Ég á eftir að sofa á þessu, en inn í þessu er ferð til Florida yfir þakkargjörðarhátíðina... ég er ekki viss um að US studentarnir fíli það.
Skondið: í dag var ég í biðröð í bankanum og að sjálfsögðu var maðurinn fyrir framan mig búin að heilsa með HI og brosi. C.a. 6 mínútum síðar snír hann sér að mér og segir "ég er að ná í penning því að ég er að deygja úr hungri". Ég var svo hissa að ég sagði bara "O" og horfði á mannin, ég var ekki viss hvort að ég ætti að segja honum hvað ég var að gera í röðini. Áhvað að það kæmi honum hreinlega ekki við.
Annars mjög fín dagur... kaffiterían stendur sig með príði og ég sem hélt að þetta yrði eins og í ameríkum fangamyndum.
Ég kveð að sinni og góða nótt.
2 Comments:
Hæ, hæ, ég er komin aftur heim. Gaman að lesa um allt sem er að gerast. Það er svo mikið að ég held að ég verði að lesa þetta aftur yfir til að ná þessu öllu.
Vona að þú skemmtir þér vel, gerðu allt sem ég myndi ekki gera. Svo verður þetta bara búið áður en þú veist af.
luv, Sonja
2. september 2004 kl. 07:57
Takk pæja, ég er að reyna að drekkja öllum í þessari vitleisu.
2. september 2004 kl. 15:03
Skrifa ummæli
<< Home