Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Annar dagur við ETSU

Vá þetta er búin að vera frábær dagur. Við hittumst kl. 13 fyrir aftan leikfimmis "höllina" var farið í leiki til að efla liðsandan. Núna er ég búin að læra (þótt ótrúlegt sé) nöfnin á ÖLLUM í mínum hóp og við vorum 10. Ég er reyndar búin að skýra nokkra nýjum nöfnum þar sem þeirra eru allt of erfið. Þetta á sérstaklega við um indversk og rúmens nöfn. Flestum líkar sín nýju nöfn... ;-)
Við fórum öll saman að borða á kaffiteríuni og ég verð nú bara að segja að ég hef sjaldan fengið frábærari mat... ég gat valið um aðaltétti (kjúkling, rostbeef og svina kjöt) með öllu tilheyrandi, hamborgara, pizzu, einhvern hrísgróna rétt sem er búin til með því sem þú villt, salat bar, ávaxtabar og eftirréttarhlaðborð.... og fleira sem ég náði ekki að skoða. Alveg hreint ótrúlegt... þetta er heins og að vera á flottu hóteli. Ég mæli endreigið með ETSU sem matar og gististað.
Ég er komin með heimasíma, ef þið viljið númmerið getið þið sent mér línu... krists@hi.is
Góaða nótt mínir kæru....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home