Sótt um visa
Ég gerði aðra tilraun til að fara með umsókn mína um J1 vísa í Bandaríska sendiráðið í dag. Eftir misheppnaða tillraun í síðustu viku þar sem KASSIN (ekki svarti kassin heldur peningakassin) lokaði á meðan ég fór nokkrar umferðir í gegnum málmleitar tækið. En það skal vakin athigli á því að sendiráðið lokar kl. 17 en "kassin" kl. 16, fyrir ykkur sem hyggist eiga einhver samskipti við þetta sendiráð. En allt gekk vel þótt að blessað málmleitar tækið pípti á mig þótt ég væri ekki með neit úr málmi nema hálsmenið (ég þarf að fara að endurskoða fillingarar í tönnunum ef þessi tæki eru orðin svona nákvæm).
En aðlokum gat ég skilið umsóknina eftir og á að mæta í yfirheyrslu 10 ágúst (þeir þurfa víst að rannsaka bakgrunn minn áður en ég mæti).
1 Comments:
:-)
25. júlí 2004 kl. 08:38
Skrifa ummæli
<< Home