Já seint skirfa sumir en skrifa þó. Ég er búin að vera í smá stressi að pakka öllu og koma mér til VA. Ég keyrði uppeftir á gámlársdag, var umferðinn frábært. Ekkert stress og engin traffík. Var það fyrsta sem ég átti að gera var að skoða jólagjöfina frá hundunum. En þeir höfðu verið mjög rausnalegir þetta árið og keypt risa nuddpott á veröndina fyrir faman hjónaherbergið. Var ekki annað að gera en opna allar töskurnar í leit að sundbolum og inniskónum og drífa sig út í pottinn. Enda 18C hiti og sól. Alveg ótrúlega flott og gaman. Beið "rom-punch" eftir mér í pottinum með regnhlíf. Ég var mjög þeytt eftir allt ferðalagið síðustu daga .. en það var ekki að ræða að ég fengi mér blund. Jólatréð var eins stórt og venjulega nema í ár var það mjög þurt og allar nálarna svo til dottnar af því. Var því hafist handa við að taka tréð niður í góðaveðrinu.
Við ætluðum niður í bæ fyrir miðnætti en viti menn allir voru orðnis svo þreyttir að við horfðum bara á DVD og biðum eftir nýja árinu. Á miðnætti opnuðum við kampavín og skutum upp nokkrum raketur (litlum og sætum) ... var ég með smá áhyggjur af þurrum skógi allt í kringum okkur.
Hefst þetta nýja ár á einni alsherjar leti veislu hjá mér, ég vona það hafi ekki áhrif á afgangin á árinu 2005.
Hlýjar ný árs kveðjur.