Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Þá fer að sitast...

Nú ver síðasta þvottavélin kominn í gang og ég hef tíma til að setjast niður. Ég vill þakka öllum sem lögðu leið sína í Sævðiarsundið á laugardaginn þrátt fyrir að Menningarnóttin væri í algleimingi. Fór ég niður í bæ þegar húsið tæmdist og var lámenningin skoðuð fram undir morgun og tölti svo heim, þar sem leigubílstjórar höfðu ekki við að ferja fólkið úr miðbænum.
Legg ég land undir flug á morgun og held til BWI þaðan keyri ég niður til Charlottesville í VA þar sem fósturfjölskylda mín býr. Á föstudaginn keyri ég sem leið liggur niður þjóðveg 81 að Johnson City í Tennessee, þar sem skólinn minn er staðsettur. Hann heitir East Tennessee State University og þar ætla ég að leggja stund á nám við Environmental Helth, þar ætla ég að leggja mesta áherslu á Waste Management. Auk faga í úrgangsstjórnun mun ég taka River rafting, Scuba diving og Gym!!! Ég hugsa að LIN taki þessi fög ekki gild, en það verður gaman.
Ég vill nota tækifærið og kveðja alla í einu. Sjáumst að nokkrum mánuðum liðnum.
Kveðja Kristín.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð!
Kv Karen

25. ágúst 2004 kl. 09:30

 
Blogger Kristin (Issy) said...

Takk Sigga min, somuleidis... halltu nu uppi studinu a rannsokn fyrir mig.

26. ágúst 2004 kl. 21:20

 

Skrifa ummæli

<< Home