Í þetta blog skrifar lesblindur einstaklingur, vinsamlegast leiðréttið >EKKI< málfar og stafsetningu í "comments".

sunnudagur, mars 27, 2005

Reyðarfjörður

Góðir hálsar ... eins og flestir vita er ég að vinna á Reyðarfyrði. Í gær urðu þau merku tímamót að við fórum í smá ferðalag. Áhvað ég því að rita aðeins um það hér.
En við vorum nokkur úr vinnuni sem áhváðum að henda okkur í leirböðin við Mývatn, eins og menn vita er ég einstakleg góð í landafræði. Vissi að þetta værti langt, en ekki að þetta væri L A N G T, L A N G T í burtu. Áleiðinni þuldi Árni upp öll helstu stað- og kennileyti, auk þess sem hann hannaði ein af vegunum sem við keyrðum um. Við komum í "bláa lónið" um kl. 8 eftir stífa kerslu of upplýsingar á leiðinni. Við busluðum í lóninu í um 2 tíma og fórum í gufubað þess á milli. Á eftir keyrðum við upp að Kröflu og Víti (í myrkrinu) og var svo haldið heim. Var okkur haldið vakandi á leiðinni með því að hlýða okkur yfir þau staða- og kennileyti sem var lýst á hinnileiðinni. Nú erum við öll mun vísari og getum talið upp þessa staði í myrkri sem björtum degi.
Frábær ferð ... við erum staðráðinn í að fara aftur í sumar....
Kv Kristin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home