GOLF
Jæja, þá er komið að því. Ég fór á fyrstu GOLFÆFINGUNA í gær. Já þetta er ekkert grín, ég stökk fullsköðuð út úr höfði Meistarans. Reyndar var ég bara á neimskeiði, þetta er það sem ég lærði:
Golfkylfa samansetndur af: Gripi, skafti, hæl, tá, sóla og “sweet spot”.
Byrja skal á að halda með fingrum vinstri handa um gripið og gera yfirgrip til hægri svo raufin á milli þumals og vísifingur bendi á hægri öxl. Þá er vísifingur losaður og litliputti hægrihandar setur á milli hans og löngutangar. Aðeins er haldið um gripið með fingrunum, EKKI lófa. Lófi hægrihandar á að fara yfir þumal vinstrihandar og raufina á milli fingrana á að vísa á hægri öxl. Nú er gripið tilbúið þá er að losa axlirnar og hafa hnén mjúk. Endi kilfunar er lagður í línu við nafla svo er hendin framlengd fram, kylfu sólinn er svo lagður niður með því að begja sig í mjöðmum. Þá er komið að því að staðsetja sig við kúluna, gert í smáum hreyfingum eins og sést í sjónvarpinu (passa að missa ekki gripið). Passa þarf að tærnar snúi beint fram á hægri fóti en aðeins til vinstir á vinstri fóti. Nú er það ekkert annað en að færa kylfuna yfir hausin á sér og færa þungan í yfir í hægrifót (eða var það ekki örugglega hægri!!!). Kylfan á EKKI að lyggja eins og handklæði yfir öxlina heldur vera bein fyrir ofan ... NB! ekki taka augun af boltanum. Nú er bara að láta vaða í kúluna og vona að hitta... auk þess að muna að færa þungan í hinn fótinn. Svo er það bara að leggja vinstri hönd yfir augun og horfa á kúluna hverfa inn í hið óendanlega.
Vill ég þakka Meistara Jóni Baldurssyni fyrir alla hjálpina (svo ég hitti kúluna) og Katrínu íslandsdrottningu fyrir stuðning og góðar ábendingar.
Golfkylfa samansetndur af: Gripi, skafti, hæl, tá, sóla og “sweet spot”.
Byrja skal á að halda með fingrum vinstri handa um gripið og gera yfirgrip til hægri svo raufin á milli þumals og vísifingur bendi á hægri öxl. Þá er vísifingur losaður og litliputti hægrihandar setur á milli hans og löngutangar. Aðeins er haldið um gripið með fingrunum, EKKI lófa. Lófi hægrihandar á að fara yfir þumal vinstrihandar og raufina á milli fingrana á að vísa á hægri öxl. Nú er gripið tilbúið þá er að losa axlirnar og hafa hnén mjúk. Endi kilfunar er lagður í línu við nafla svo er hendin framlengd fram, kylfu sólinn er svo lagður niður með því að begja sig í mjöðmum. Þá er komið að því að staðsetja sig við kúluna, gert í smáum hreyfingum eins og sést í sjónvarpinu (passa að missa ekki gripið). Passa þarf að tærnar snúi beint fram á hægri fóti en aðeins til vinstir á vinstri fóti. Nú er það ekkert annað en að færa kylfuna yfir hausin á sér og færa þungan í yfir í hægrifót (eða var það ekki örugglega hægri!!!). Kylfan á EKKI að lyggja eins og handklæði yfir öxlina heldur vera bein fyrir ofan ... NB! ekki taka augun af boltanum. Nú er bara að láta vaða í kúluna og vona að hitta... auk þess að muna að færa þungan í hinn fótinn. Svo er það bara að leggja vinstri hönd yfir augun og horfa á kúluna hverfa inn í hið óendanlega.
Vill ég þakka Meistara Jóni Baldurssyni fyrir alla hjálpina (svo ég hitti kúluna) og Katrínu íslandsdrottningu fyrir stuðning og góðar ábendingar.
Kem ég til með að mæta á næstu æfinu á föstudaginn og verðum við að vona eftir einhverjum framförum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home